Einkunnarorð skólans

VIRÐING - SAMVINNA – METNAÐUR eru einkunnarorð skólans. Í starfi Klébergsskóla á að ríkja virðing fyrir hverjum og einum. Starfið á að einkennast af samvinnu nemenda, foreldra og starfsfólks skólans og metnaði hvers einstaklings til að gera sitt besta. Þannig eiga allir að geta notið sín, menntast og verið hamingjusamir einstaklingar.

Klébergsskóli er vinnustaður nemenda, kennara og annars starfsfólks skólans. Við berum sameiginlega ábyrgð á því að skólinn sé snyrtilegur, vistlegur og hlýlegur vinnustaður er stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Ennfremur að samskipti séu byggð á gagnkvæmu trausti, virðingu og umburðarlyndi.

  • Við erum öll jafngildir einstaklingar án tillits til getu, hæfileika, kynferðis eða annars er greinir okkur að í útliti eða uppruna.
  • Við ætlum að rækja skyldur okkar hvert við annað svo við getum öll notið okkar réttinda.
  • Við viljum í sem flestu treysta góð tengsl heimila og skóla með gagnkvæmum upplýsingum og öflugu samstarfi.
  • Í starfi skólans ætlum við að leggja rækt við heimabyggð okkar og nýta vel tækni og okkar nánasta umhverfi til náms.