Skólaráð

Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra, kennara og foreldra um skólahald auk þess sem fulltrúi nemenda á aðild að því í málum sem snerta nemendur beint. Það starfar samkvæmt grunnskólalögum og reglugerð um skólaráð.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. 

Skólaráðsfulltrúar  Klébergsskóla eru:

Sigrún Anna Ólafsdóttir skólastjóri This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Thomas Ravnlökke Madsen fulltrúi kennara This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Elísabet Magnúsdóttir, fulltrúi kennara This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Birna Jóhanna Ragnarsdóttir fulltrúi annars starfsfólks This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Telma Dögg Ólafsdóttir This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Regína Hansen Guðbjörnsdóttir This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Bára Birgisdóttir This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Karen Sigþórsdóttir, fulltrúi foreldra (frá Foreldrafélagi Klébergsskóla, formaður) This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Benjamín Magnússon fulltrúi nemenda This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigríður Erna Björgvinsdóttir This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Björgvin Þór Þórhallsson, skólastjóri, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Bára Birgisdóttir, verkefnisstjóri, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Jóhanna S. Sigurðardóttir, fulltrúi kennara, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Linda Rós Sigþórsdóttir, fulltrúi kennara,  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ásta Hjálmarsdóttir, fulltrúi annars starfsfólks, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Maríanna Helgadóttir, fulltrúi foreldra, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigrún Jóhannsdóttir, fulltrúi foreldra, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Anna Lyck Filbert, fulltrúi foreldra/grenndarsamfélags, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Geir Gunnar Geirsson, fulltrúi nemenda, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigdór Sölvi Valgeirsson, fulltrúi nemenda, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hlutverk:

Hlutverk skólaráðs er meðal annars að fjalla um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð fylgist með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Það getur veitt skólanum og skólayfirvöldum uppbyggjandi aðhald og komið með tillögur til úrbóta.

Úr reglugerð um skólaráð:

 Starfsáætlun.

Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Vinnulag og starfshættir skólaráðs skulu m.a. taka mið af stærð skóla, fjölda árganga og öðrum einkennum hans.

Skólaráð skal setja sér starfsáætlun til eins skólaárs í senn, m.a. um tíðni funda, boðun þeirra og undirbúning. Skólastjóri boðar reglulega til funda. Skólaráð skal að lágmarki halda einn opinn fund á ári um málefni skólans fyrir aðila skólasamfélagsins.

Skólaráð starfar á starfstíma skóla en heimilt er að kalla það saman á öðrum tíma beri brýna nauðsyn til. Skylt er að kalla saman fund ef þrír eða fleiri skólaráðsmenn óska þess.

Halda skal gerðabók um skólaráðsfundi og skulu fundargerðir liggja frammi í skólanum og á vef skóla.

 

Skólaráð getur sett sér nánari starfsreglur.

 

Verkefni.

Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.

Skólaráð:

  1. fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skóla­starfið,
  2. fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar,
  3. tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndar­samfélagið,
  4. fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda,
  5. fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum,
  6. fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, al­menn­um starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, mennta­mála­ráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað,
  7. tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitar­stjórnar.

 

Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.