Vinnuferli um óreglubundinn skólaakstur

Félagsstarf - samkomur í skólanum

 • Nemendur komi sér sjálfir á samkomur í skólanum.
 • Kjósverjar sameinast um akstur (samkvæmt áætlun).
 • Þeir sem koma á samkomuna eiga að vera á henni allri og fara beint heim að henni lokinni
  • Aðeins að ósk foreldra er hægt að víkja frá þessari reglu
  • Samkomugestir eiga að ganga vel og snyrtilega um og taka til eftir sig að skemmtun lokinni. Heimakstur er ekki fyrr en að lokinni tiltekt.
  • Ef nemendur fara af samkomu áður en henni lýkur skal láta foreldra/forráðamenn vita hvort sem þau eru í skólaakstri eða ekki.
 • Heimakstur
  • Af skemmtunum er þeim nemendum ekið heim sem að jafnaði koma með skólabíl í skólann. (Samkomulag er við bílstjóra úr Kjós að þeir aki nemendum af bæjum norðan Grundarhverfis).
  • Ef veður er viðsjált er lögð áhersla á að tryggja nemendum heimferð með því að aka ferð um Grundarhverfi og/eða gæta þess að nemendur fái far heim með aðstandendum sínum.
 • Undantekningar frá þessu vinnuferli verða tilkynntar foreldrum sérstaklega.

 

Félagsstarf - ferðir út fyrir skólahverfið

 • Brottför frá skólanum.
 • Nemendur koma sér sjálfir í skólann.
 • Kjósverjar sameinast um akstur (samkvæmt áætlun)
 • Reglur skólans gilda í öllum ferðum sem tengjast skólanum.
 • Þeir sem fara í ferðina eiga að vera í henni allri og koma með hópnum heim.
 • Aðeins að ósk foreldra er hægt að víkja frá þessari reglu.
 • Hafi einhver ekki skilað sér í rútuna á tilteknum tíma til brottfarar
  •  er fyrst beðið í 10 mínútur
  • síðan er tilkynnt til foreldra að viðkomandi nemandi hafi ekki skilað sér
 • Í samráði við foreldra (skólastjóra ef ekki næst í þá) er ákveðið framhald málsins.
  • Foreldrar komi á brottfararstað.
  • Starfsmaður bíði á brottfararstað.
  • Málið tilkynnt lögreglu.
 • Heimakstur er að skólanum
 • Óski foreldrar eftir því að nemanda sé hleypt út við heimreið viðkomandi á leiðinni að skóla er það gert á ábyrgð foreldra.
 • Nemandi lætur foreldra sína vita um áætlaðan komutíma.
 • Foreldrar eiga að vera komnir á staðinn á undan rútunni svo nemandi sé ekki í hættu við þjóðveginn. Ekki er beðið eftir að nemandi sé sóttur nema í viðsjálu veðri.
 • Nemandi á ekki að fara yfir þjóðveginn til að bíða eftir því að verða sóttur.
 • Umsjónarmenn ferðar sjá um að nemendur geti beðið inni í skólanum eftir því að verða sóttir.
 • Nemendur úr Kjós eru sóttir í skólann. (Samkomulag er við bílstjóra úr Kjós um að þeir aki einnig nemendum á bæjum norðan Grundarhverfis).
 • Umsjónarmaður ferðar getur aukið heimakstur ef um lítinn hóp er að ræða í lítilli rútu.
 • Undantekningar frá þessum vinnuferli verða tilkynntar foreldrum sérstaklega.