Válynd veður

Það er á ábyrgð foreldra hvort þeir senda börn sín í skólann eða í skólabílinn í misjöfnum veðrum. Sjá upplýsingar um viðbrögð við óveðri hér. Skólastjórn og bílstjórar taka ákvörðun um það hvort ekið er þegar eitthvað er að veðri. Skólasvæði Klébergsskóla er landfræðilega mjög stórt og veðurfræðilega mjög misjafnt. Það er því ekki hægt að vera með sömu viðmið á akstursleiðunum þegar ákvörðun er tekin um akstur í slæmum veðrum. Þrír bílar aka nemendum úr dreifbýlinu í skólann. Í Kjósinni er nyrðri og syðri leið en á Kjalarnesi vestan skólans ( efri leið) og austan skólans ( neðri leið ).

 

Neðri leið: Auðveldast er að setja viðmið á þessari leið og fara eftir vindmæli Vegagerðarinnar við Esjuberg og notast við sömu tölur og Strætó, þ.e.:

                  28 m/sek. Meðalvindur.

                  32 m/sek. Hviður í hálku.

                  34 m/sek. Hviður í auðu.

 

Efri leið: Á þessu veðursvæði er meira mark takandi á vindmæli Vegagerðarinnar við Hafnarfjall og eru þá notuð sömu viðmið.

              

Kjósin: Miðar við Hafnarfjallsmælinn í ákveðnum áttum en annars er ákvörðun tekin í samráði bílstjóra í Kjósinni og skólastjórnenda.

 

Allir bílar í skólaakstri við Klébergsskóla eru búnir öryggisbeltum. Foreldrar eru beðnir að brýna fyrir börnum sínum að sýna góða hegðun í bílunum og sitja með beltin spennt frá því að bíllinn fer af stað og þar til stöðvað er á áfangastað.

 

Nánari upplýsingar um akstur fást í símum:  6648274- Katrín deildarstjóri.

                                                                       6648272- Reynir húsvörður.

                                                                       8923111- Reynir bílstj. Kjalarnesi.

                                                                       8972219- Hermann bílstj. Kjós.