Um sérkennsluna

Við upphaf skólagöngu er reynt að greina þörf nemenda fyrir sérkennslu. Foreldrar geta einnig átt frumkvæði í þessum efnum og snúið sér til umsjónarkennara og/eða sérkennara telji þeir ástæðu til. Lögð er áhersla á samvinnu umsjónarkennara, sérkennara og foreldra þeirra barna sem þurfa á sérkennslu að halda. Aukin úrræði eru nú til staðar með tilkomu námsvers sem nýtist meðal annars nemendum sem þurfa meira næði til náms.

Trúnaðargögn sem varða einstaka nemendur og berast skólanum, á undir öllum kringumstæðum að afhenda umsjónarmanni sérkennslu til skráningar. Umsjónarkennari kemur upplýsingum til þeirra kennara sem kenna viðkomandi barni. Þau gögn sem berast og eru merkt sem trúnaðamál eru geymd í læstri hirslu.