Tengsl leikskóla og grunnskóla

Haustið 2005 komst á formlegt samstarf á milli Leikskólans Bergs og Klébergsskóla.

Markmið með samstarfinu er:

  • að efla tengsl sín á milli og koma á samstarfi milli elstu barna leikskólans og grunnskólans. Auk samvinnu skólastjóra og kennara leik- og grunnskóla, geta gagnkvæmar heimsóknir stuðlað að hnökralausri færslu milli skólastiga.
  • að draga úr spennu og kvíða sem fylgir því að hefja skólagöngu.
  • að leikskóla- og grunnskólakennarar verði meðvitaðri um starf hvers annars.

 

Í samstarfinu felst meðal annars:

  • Gagnkvæmar heimsóknir elstu nemenda Bergs og 6 ára nemenda Klébergsskóla.
  • Á degi íslenskrar tungu (16. nóvember) fara nemendur í 4 .bekk í leikskólann og lesa fyrir leikskólabörnin.
  • Nemendur í 1. bekk og elstu deild leikskólans skiptast á jólakortum.
  • Nemendur 6. bekkjar fara í heimsókn í leikskólann og taka þátt í leik leikskólabarnanna.
  • Heimsókn verðandi nemenda í Klébergsskóla. Nemendur mæta í skólann með starfsfólki leikskólans og eru með í einni kennslustund, fara í morgunhressingu (ef það á við) og frímínútur.