Skólasafn

Bókasafn skipar stóran sess í starfi hvers grunnskóla og svo er um skólabókasafn Klébergsskóla. Yngri nemendum er kynnt uppbygging safnsins og þeir vinna þar verkefni sem tengjast notkun þess. Einnig fá nemendur  aðstoð við heimildaöflun og upplýsingar um heimildanotkun. Útlánstími skáldsagna, fræðibóka og tímarita eru tvær vikur. Handbækur og orðabækur eru ekki lánaðar út úr skólanum.