Skólaakstur

Skólaakstur er í Klébergsskóla fyrir nemendur sem koma úr Kjósinni og af Kjalarnesi. Þegar nemendur ferðast með skólabílnum eiga þeir að fara í röð þar sem þeir bíða eftir honum og sýna tillitssemi og varkárni þegar farið er inn og út úr bílnum.  Nemendum er skylt að nota bílbelti í skólabílnum.  Þeir nemendur sem ekki fara að settum reglum eiga það á hættu að vera synjað um akstur með skólabílnum.  Akstri er hagað með hefðbundnum hætti en ef foreldrar hafa eitthvað við hann að athuga þá eru þeir hvattir til að hafa samband við aðstoðarskólastjóra eða viðkomandi skólabílstjóra.  Foreldrar/forráðamenn eiga að gæta þess að börn þeirra séu tilbúin þegar skólabíllinn kemur svo honum seinki ekki.

Þeir sem eru með akstur fyrir Kjósina eru Hermann s. 897-2219. Reynir Jóhannsson s.892-3111 og Sigurður Reynisson s. 892-3112 Og Anton Guðmundsson s. 8987661 sjá um annan akstur fyrir skólann.