Sérkennari

 

Sérkennari vinnur með nemendum sem þurfa einhverra hluta vegna meiri eða sértækari aðstoð í námi en unnt er að veita í almennri bekkjarkennslu. Hann vinnur ýmist með einum nemanda eða litlum nemendahópi. Allt fer þetta eftir einstaklingum og því sem verið er að styrkja í námi þeirra. Komi fram ósk um sérkennslu frá kennara eða foreldri er vandi nemandans fyrst greindur af sérfræðingi skólans og kennslunni síðan hagað í samræmi við þær greiningar.