Sálfræðingur

Skólinn nýtur þjónustu sálfræðings í Miðgarði sem vinnur að málefnum einstakra nemenda, bekkja eða skólans í heild. Skólasálfræðingur gerir athuganir á nemendum af margvíslegum ástæðum. Má þar nefna greiningu á námsörðugleikum, hegðunarörðugleika, kvíða, einelti og depurð.

Þjónustumiðstöðin Miðgarður, Grafarvogi

Miðgarður veitir sérfræðiþjónustu og ráðgjöf við skólann. Starfsmenn sérfræðiþjónustu skulu vinna að forvarnarstarfi með athugunum og greiningu á nemendum sem eiga í sálrænum eða félagslegum erfiðleikum, hafi þessir erfiðleikar áhrif á nám og líðan nemenda, og gera tillögur um úrbætur. Forráðamenn nemenda geta komið með beiðni um slíka athugun. Starfsmenn skóla og heilsugæslu geta lagt fram beiðni um athugun að fengnu samþykki forráðamanna