Móttaka nýbúa

Í Klébergsskóla er ekki einsleitt samfélag.  Viðurkenning á fjölmenningarlegu samfélagi er styrkur skólans sem stuðlar að jákvæðum viðhorfum og samskiptum nemenda og starfsfólks.  Sérhver nemandi í Klébergsskóla er metinn af verðleikum sínum en ekki á grundvelli einhvers hóps sem hann kann að tilheyra.  Allir starfsmenn skólans eru íslenskukennarar erlendra nemenda.

 

Við móttöku nýbúa í Klébergsskóla er stuðst við eftirfarandi:

 • Ákveðið hverjir taka þátt í móttöku nemenda.
 • Gögnum fyrir viðtal safnað saman.
 • Fundur með foreldrum og nemanda.
 • Foreldrum og nemanda er kynntur skólinn (leiðsögn um skólann) og starfslið hans.
 • Nauðsynlegt er að hafa túlk með á þessum fyrsta fundi.  Hér þarf að afla ýtarlegra upplýsinga um bakgrunn nemandans (á þar til gerðu eyðublaði, hjá ritara).
 • Við komu í skólann þurfa foreldrar erlendra nemenda að fá í hendur stundaskrá (helst myndræna) og skóladagatal.
 • Kynna þarf fyrir foreldrum skólareglur, forföll og leyfi, frímínútur, klæðnað, nesti og heimanám.
 • Leggja þarf áherslu á við foreldra að hafa gott samstarf við skólann.
 • Foreldrar erlendra nemenda þurfa að fá upplýsingar um bólusetningu, vigtun og fleira og þeim gerð grein fyrir að öll börn á Íslandi fara í gegnum þetta ferli, ekki aðeins þeirra börn.
 • Sérstakur tengiliður innan skólans sem foreldri / forráðamenn geta leitað til.
 • Erlendir nemendur eru hvattir til að taka þátt í félagslífi hvort sem það er á vegum skólans eða félagsmiðstöðvarinnar.  Einnig er mikilvægt að kynna fyrir þeim upplýsingar um tómstundastarf.
 • Erlendur nemandi fær vin/vini í skólanum.
 • Erlendir nemendur eiga rétt á íslenskukennslu. Reynt er eftir fremsta megni að taka þá ekki út úr verklegum tímum eða þemavinnu.
 • Mikilvægt er að allar upplýsingar sem skólinn sendir frá sér skili sér einnig til foreldra erlendra nemenda.