Mötuneyti

Lögð er sérstök áhersla á hollt og gott mataræði nemenda.

Nemendum í skólanum er boðið að vera í áskrift í morgunhressingu og fá þá ávexti, hafragraut og mjólk á morgnana. Þrátt fyrir að boðið sé upp á morgunhressingu í skólanum er mikilvægt að nemendur borði morgunverð áður en þeir fara í skólann.  Maturinn er greiddur eftir á fyrir hvern mánuð með gíróseðli sem sendur er heim eða í heimabanka. Skólamáltíðunum er jafnað á níu mánuði, þannig að alltaf er greitt fyrir jafnmarga daga þó svo til komi vetrarfrí eða önnurfrí í skóladagatalinu. Breytingar á áskrift þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar og taka þær þá gildi um þau mánaðamót sem á eftir koma. Ekki er endurgreitt þó nemandi verði veikur eða ekki verið alla daga mánaðarins í skólanum af einhverjum orsökum.

Verð á hádegismat í mötuneyti er ákveðið af nefnd hjá Skóla- og Frístundasviði og hægt er að nálgast þá verðskrá hér Sjá „Tengd skjöl“, hægra megin á síðunni: Áskrift í skólamötuneyti

Morgunhressingin kostar 100 kr. á dag og í henni er þetta innifalið: niðurskornir ávextir, mjólk, hafragrautur og það sem á við með honum: lýsi, kanill, rúsínur og mjólk.

Skýringar með matseðli Klébergsskóla.

Kjúklingalasagna er útbúið frá grunni í Klébergsskóla.
Innihald: Úrbeinuð kjúklingalæri, ostasósa og spaghettísósa með lauk og papriku, kókosmjólk og taco-kryddi, og lasagna blöð.

Kjötsúpan er útbúin frá grunni.
Innihald: Vatn, lambagúllas, kartöflur, gulrætur, rófur, súpujurtir, kjúklingakraftur, kartöflukrydd, hrísgrjón, haframjöl og smá smjör.

Lasagna er útbúið frá grunni.
Innihald: Steikt nautahakk, sósa sem við blöndum og bætum í lauk og papriku.
Svo útbúum við hvíta sósu sem fer á milli laga með lasagnablöðum og svo að endingu er ostur settur yfir.

Grjónagrauturinn er útbúinn frá grunni.
Innihald: Vatn, grjón, mjólk, vanilludropar, salt og smá smjör.

Brauðið er útbúið í mötuneytinu og  allar heitar sósur og margar kaldar.

Allar ábendingar og hugmyndir eru vel þegnar!

 

Hér má finna gjaldskrá fyrir skólamötuneyti. Sjá „Tengd skjöl“, hægra megin á síðunni.  

Skjalið heitir:  Áskrift í skólamötuneyti 1. jan. 2013