Hjúkrunarfræðingur

Skólaheilsugæslan er á vegum Heilsugæslunnar í Mosfellsbæ.  Meginmarkmið hennar er að börnin fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Hlutverk heilsugæslu í skólum er að fylgjast með andlegum og líkamlegum þroska nemenda, heilsufari og aðbúnaði í skóla.

Skólahjúkrunarfræðingur sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Hann nýtir þau tækifæri sem gefast til að fræða börnin og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilsu. Nemendur geta leitað beint til hjúkrunarfræðingsins eða komið fyrir milligöngu starfsfólks skólans. Foreldrar eru hvattir til að leita eftir ráðgjöf hjúkrunarfræðings varðandi vellíðan barnsins og andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði.