Gegn einelti

Skilgreining á einelti: Einelti er endurtekið, neikvætt illgirnislegt atferli eins eða fleiri nemenda gegn nemanda sem á erfitt með að verja sig. Einelti getur bæði verið líkamlegt og andlegt.

Litið er á einelti sem alvarlegt brot á skólareglum og er í skólanum sérstakt vinnuferli um meðferð eineltismála. Unnið er samkvæmt áætlun Olweusar gegn einelti og ef grunur leikur á að einelti eigi sér stað greinir umsjónarkennari málið og leitar eftir upplýsingum frá þolanda, forráðamönnum hans, hugsanlegum gerendum og starfsfólki skólans eftir því sem við á. Sjá nánar í Eineltisáætlun.