Ferðalög nemenda

Á hverju skólaári fara nemendur skólans í ferðalög með kennurum sínum. Nemendur fá upplýsingar um fyrirhuguð ferðalög með góðum fyrirvara og ber að koma þeim upplýsingum til foreldra. Megintilgangur þessara ferða er að nemendur njóti útivistar og samveru undir leiðsögn kennara ásamt því að kynnast náttúru landsins og sögu grenndarsamfélagsins.