Félagsstarf nemenda

Nemendafélag er starfandi meðal nemenda í unglingadeild og er kosin stjórn í félaginu ár hvert af nemendum 8. – 10. bekkjar í byrjun hvers skólaárs. Félagið vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Stjórnin hefur umsjón með félagslífi í samráði við skólastjóra, umsjónarmann félagsstarfsins og kennara. Klébergsskóli og félagsmiðstöðin Flógyn vinna náið saman að félagsmálum barna og unglinga og er nemendafélagið t.d. bæði fyrir skólann og Flógyn. Stjórnin ber ábyrgð á að halda utan um skemmtanir og skipuleggja þær í samráði við umsjónarmann félagsstarfsins. Haldnar eru ýmsar skemmtanir, böll og aðrar samkomur og rennur ágóði af þeim í sjóð nemenda.

Á yngsta stigi er gert ráð fyrir því að bekkjarkvöld séu haldin a.m.k. einu sinni yfir veturinn að frumkvæði umsjónarkennara. Að öðru leyti hafa bekkjarfulltrúar foreldrafélagsins verið virkir í félagsstarfi yngstu árganganna og hafa haft frumkvæði að ýmsum uppákomum.

Á miðstigi er gert ráð fyrir því að bekkjarkvöld séu einnig haldin a.m.k. einu sinni á skólaárinu að frumkvæði umsjónarkennara. Að auki er reglulega opið hús í Flógyn fyrir þennan aldurshóp og ýmis önnur starfsemi. Þar er boðið er upp á diskótek, spil, tafl, bingó og fleira.