Klébergsskóli - Grænfánaskóli!

Undanfarið hefur Klébergsskóli verið  að að vinna að því að fá að flagga Grænfánanum.  Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skólinn hefur sett sér stefnu í umhverfismálum og er nú m.a. verið að flokka allan úrgang, endurnýta allt sem hægt er, spara pappír, vinna allskyns umhverfistengd verkefni og efla útikennslu svo eitthvað sé nefnt.

Síðast liðinn föstudag komu svo fulltrúar frá Landvernd sem hefur umsjón með verkefninu og gerðu þeir úttekt á skólanum og er skemmst frá því að segja að skólinn stóðst prófið með glæsibrag og stendur til að hann fái Grænfánann afhentan formlega á miðvikudaginn kemur.

 Graenfani-logo