Skip to content

Hæ komdu, hæ komdu, því nú verður gaman.
Frá fjöru og hátt upp í fjall förum saman.
Í hvínandi vindi og logni við hlæjum.
Horfum á fuglana glaða á sænum.

Kléberg er bæði í borg og í sveit.
Kléberg bestan skóla ég veit.
Hér eru börnin lifandi ljós.
Langt utan úr heimi - frá Kjaló og Kjós.

Hæ komdu, hæ komdu, því nú verður gaman.
Frá fjöru og hátt upp í fjall förum saman.
Í hvínandi vindi og logni við hlæjum.
Horfum á fuglana glaða á sænum.

Fyrir lífinu öllu við virðingu berum.
Í samvinnu störfum og allt sem við gerum
saman af metnaði framtíð við mótum.
Munum að leika og tímanna njótum.

Hæ komdu, hæ komdu, því nú verður gaman.
Frá fjöru og hátt upp í fjall förum saman.
Í hvínandi vindi og logni við hlæjum.
Horfum á fuglana glaða á sænum.

Höfundur texta: Sigþór Magnússon
Höfundur lags: Sveinbjörn Grétarsson