Skip to content

Ungmennaráð Kjalarness starfar undir handleiðslu starfsmanna Flógynjar. Starfsmenn ráðsins starfa fyrst og fremst sem ráðgjafar ráðsins en taka ekki frumkvæði í störfum þess. Markmið ungmennaráða er að skapa vettvang og leiðir til þess að gera þeim sem eru yngri en 18 ára kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Allir á aldrinum 13 til 18 ára geta tekið þátt í ungmennaráði. Ungmennaráð velur sér svo tvo fulltrúa sem starfa með ungmennaráði Reykjavíkur. Síðastliðin ár hefur ungmennaráð Kjalarness tekið þátt í að fjalla um og móta tillögur til borgarráðs um strætóferðir, grenndarstöðvar og sundlaugaopnanir.