Ungmennaráð
Ástheiður Inga Gígja
Nótt Helgadóttir
Kristveig María Karlsdóttir
Regína Bergmann Guðmundsdóttir
Rut Ægisdóttir
Sigrún Rúnarsdóttir
Vanessa Lucja Parzych
Ungmennaráð Kjalarness starfar undir handleiðslu starfsmanna Flógynjar. Starfsmenn ráðsins starfa fyrst og fremst sem ráðgjafar ráðsins en taka ekki frumkvæði í störfum þess. Markmið ungmennaráða er að skapa vettvang og leiðir til þess að gera þeim sem eru yngri en 18 ára kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Allir á aldrinum 13 til 18 ára geta tekið þátt í ungmennaráði. Ungmennaráð velur sér svo tvo fulltrúa sem starfa með ungmennaráði Reykjavíkur. Síðastliðin ár hefur ungmennaráð Kjalarness tekið þátt í að fjalla um og móta tillögur til borgarráðs um strætóferðir, grenndarstöðvar og sundlaugaopnanir.