Skip to content

Um tónlistarskólann

Tónlistarskólinn á Klébergi (TK) var stofnaður sumarið 1994 og hóf starfsemi sína þá um haustið. Ákveðið var að skólastjóri Klébergsskóla yrði einnig skólastjóri  í Tónlistarskólanum á Klébergi. Áður hafði tónlistarskólinn í Mosfellsbæ (TM) og Lúðrasveit Mosfellsbæjar (LM) séð um tónlistarkennslu á svæðinu. Tónlistarskólinn var fyrst sjálfstæð eining starfrækt innan Klébergsskóla en haustið 2016 varð tónlistarskólinn hluti af sameinaðri stofnun Klébergsskóla. Þar starfa nú 4 tónlistarkennarar og kenna þeir á mismunandi hljóðfæri, tré- og málmblásturshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri, trommur, gítar, bassa, ukulele hljómborð og píanó o.fl.