Skip to content
Merki Tónlistarskólans á Klébergi

Gjaldskrá

Tónlistarskólinn á Klébergi

Tvær annir eru yfir skólaárið og greiðast skjólagjöldin fyrir sín hvora önnina.

Önnin kostar 18.000kr. og er veittur 20% systkinaafsláttur eftir fyrsta barn.

Ef nemandi fær hljóðfæri frá skólanum til afnota í tónlistarnámið leggst hljóðfæragjald á, sem er 2000kr.

Sótt er um skólann í gegnum rafraen.reykjavik.is

Skólagjöldin eru innheimt af Reykjavíkurborg.

SÉRSTAÐA SKÓLANS

Tónlistarskólinn á Klébergi er starfræktur samtímis skólastarfinu í Klébergsskóla, í sama húsnæði. Það gerir nemendum kleift að stunda tónlistarnám samfara grunnskólanámi. Tímarnir eru ýmist í frímínútum, matartíma eða á meðan á kennslu stendur, en ekki alltaf á sama tíma í hverri viku. Þetta er gert svo að nemendur missi ekki alltaf úr sömu tímunum og nái að fylgja samnemendum í öllum fögum, þrátt fyrir viðbótarnám í tónlistinni.