,,…Þá verður jörðin fyrir alla?“ sungu börnin í lok vortónleikanna í Tónlistarskólanum á Klébergi í gær við undirleik Hallvarðar með Anhelinu sem forsöngvara. 32 börn spiluðu á tónleikunum ýmist eitt eða tvö lög þar af var eitt tónverkið flutt af myndbandsupptöku. Það lýður að lokum kennslu í tónlistarskólanum þetta skólaárið og hvetjum við foreldra til…
Nemendur Tónlistarskólans á Klébergi verða með vortónleika í dag kl. 17-18 í sal Klébergsskóla. Vonandi sjá aðstandendur og vinir sér fært að mæta. Hlökkum til að sjá ykkur.
Vorið er komið og nú styttist í vortónleika Tónlistarskólans á Klébergi. Dagsetningin breyttist og verða tónleikarnir degi fyrr en til stóð í upphafi eða þriðjudaginn 23. maí kl. 17-18. Við vonum að aðstandendur sjái sér fært að mæta og hlusta á afrakstur tónlistarnemenda þetta skólaárið. Hlökkum til að sjá ykkur!
Í dag fékk Klébergsskóli afenda viðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir að hafa tekið öll 4 grænu skrefin sem stofnanir hennar eru hvattar til að uppfylla til að vera umhverfisvænar stofnanir. Viðurkenningin var veitt rétt áður en nemendur ásamt starfsfólki fór út í blíðviðrið, til að hreinsa umhverfið af rusli á umhverfisdeginum.
Leikskólinn Berg verður opinn út Þorláksmessu, en fyrir þau börn sem hafa verið skráð er opið milli jóla og nýárs (þau börn sem eru skráð í fríi 27.-30. desember fá niðurfellingu leikskólagjalda þann tíma), en lokað verður á aðfangadag og fram yfir annan í jólum. Leikskólinn starfar svo óbreytt frá 2. janúar á nýju ári.…
Við fengum heimsókn í dag frá herra Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra ásamt þremur af samstarfsfólki hans. Þetta var stutt innlit – óformleg heimsókn í tilefni af kjördæmaviku ráðherra. Hann staldraði við hjá okkur í um klukkutíma. Sigrún Anna og Brynhildur tóku á móti þeim með stuttri kynningu í salnum og náðu þau að…