Forvarnir gegna stóru hlutverki í lögum um grunnskóla (2008) sem og í aðalnámskrá grunnskóla (2013). Fram kemur í aðalnámskrá grunnskóla að skólar „skuli vinna markvisst að forvörnum og heilsueflingu þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan nemenda“. Í Klébergsskóla er vellíðan nemenda höfð að leiðarljósi í öllu skólastarfi. Stjórnendur, kennarar og aðrir starfsmenn hafa ávallt lagt metnað sinn í að sinna þessum þætti aðalnámskrár grunnskóla. Sem viðbót við fræðslustarf skólans hefur verið útbúinn gagnabanki um forvarnir en hann hefur að geyma ýmiss konar fræðsluefni og upplýsingar um úrræði. Það er okkar von að þessi gagnabanki komi til með að nýtast starfsmönnum, foreldrum og nemendum í Klébergsskóla.
Fræðsla:
https://stoppofbeldi.namsefni.is/