Skip to content
mynd 020

Velkomin á heimasíðu

Klébergsskóla

Klébergsskóli er starfræktur á Kjalarnesi og heyrir undir Reykjavíkurborg. Hann er rekinn undir hatti sameinuðu stofnunarinnar Kléberg þar sem sex stofnanir sameinast undir einum hatti við Kléberg [1] í Hofsvík, þaðan sem stofnunin fær nafn sitt.

Klébergsskóli er elsti starfandi grunnskóli í Reykjavík, stofnaður 19. október árið 1929. Elsta bygging skólans er enn í notkun.

Í dag eru ríflega 100 nemendur í skólanum í 1.-10. bekk. Nemendur sem sækja skólann koma af Kjalarnesi og úr Kjósarhreppi og þjónar Klébergsskóli því tveimur sveitarfélögum, Reykjavíkurborg og Kjósarhreppi.  Þeir nemendur sem eiga þar lögheimili  og búa utan Grundarhverfis, hvort sem það er á Kjalarnesi eða í Kjósarhreppi er séð fyrir skólaakstri af viðkomandi sveitarfélagi.

Sigrún Anna Ólafsdóttir er stjórnandi Klébergs

SÉRSTAÐA SKÓLANS

Með samningi ÍTR og Menntasviðs Reykjavíkur (á þeim tíma, núna Skóla- og frístundasvið) færðist starfsemi ÍTR á Kjalarnesi undir Klébergsskóla árið 2012. Þar er um að ræða Íþróttamiðstöðina á Klébergi og Klébergslaug, Frístundaheimilið Kátakot og Félagsmiðstöðina Flógyn. Skólastarfið nýtur þeirrar sérstöðu að geta samtvinnað skóla- og frístundastarfið fyrir yngstu nemendurna. Með því móti lýkur sjálfum skóladeginum á sama tíma hjá öllum nemendum og auðveldar það framkvæmd skólaaksturs og frístundastarfs eftir skóla.

Leikskólinn Berg kom einnig undir hatt Klébergsskóla þ.e. stjórnun hans þann 1. september 2016 og fá elstu nemendur leikskólans að nýta frístundastarfið eftir skóla, hluta vikunnar eftir áramót. Eins sameinast sá hópur, yngstu nemendum skólans í tónmenntakennslu í skólanum.

Í Klébergsskóla starfar Tónlistarskólinn á Klébergi og sækja tónlistarnemendur námið ýmist á skólatíma eða í frítíma milli skólastunda.