Nemendum Klébergsskóla sem búa í dreifbýlinu utan Grundarhverfis er ekið til og frá skóla. Einn skólabíll kemur frá Kjósarhreppi, tveir skólabílar sjá um akstur á Kjalarnesi, annar ekur á bæi norðan við skólann og hinn sunnan við skólann.
Miðað er við að skólabílarnir séu komnir að Klébergsskóla um kl. 8:00-8:10 og leggi af stað um kl. 14:35 frá Klébergsskóla.
Ef veður hamlar akstri fá foreldrar skilaboð um það.
Upplýsingar um símanúmer bílstjóra eru veittar á skrifstofu skólans. Foreldrar eru hvattir til að vera í sambandi við bílstjórana vegna forfalla nemenda.