Skip to content
12 maí'21

Forritunarkennsla í 8. bekk

  Upp á síðkastið hefur 8. bekkur  verið að æfa sig í forritun á Sphero kúlum sem við köllum Kúlus á íslensku. Við höfum nýtt okkur góða veðrið og nýtt plássið úti eins og sést á myndunum. Nemendur hafa verið að forrita Kúlusana til að búa til form, haga sér eins og teningur og síðan…

Nánar
11 maí'21

Vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi

Vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi verða haldnir fimmtudaginn 20. maí kl. 17:00  í aðalsal Klébergsskóla. Gert er ráð fyrir að þeir standi í rúma klukkustund. Nú hafa sóttvarnarreglur verið rýmkaðar svolítið svo við getum boðið foreldrum að koma í hús en biðjum ykkur að vera með grímu og virða fjarlægðarmörk. Við verðum þó að takmarka gesti eingöngu…

Nánar
27 apr'21

Vaðið í útikennslu

Vorið er farið að láta á sér kræla, því var kjörið í stillunni í dag að taka einn smiðjuhópinn á miðstigi í útikennslu og fara að vaða í sjónum.

Nánar
06 apr'21

Skóli hefst kl. 10:00

Skólastarf hefst aftur eftir páska þriðjudaginn 6. apríl kl. 10:00. Starfsmenn þurfa að vera með grímu ef ekki er hægt að tryggja 2ja metra fjarlægð

Nánar
25 mar'21

,,Rólegur, þú mátt byrja á að bjóða mér á kaffihús!“

Nemendur 1.-7. bekkja voru með generalprufu í gær fyrir árshátíðina sem vera átti í dag. Eins og alkunna er orðið varð ekki úr henni, en nokkrar myndir náðust af prufunni sem við sýnum hér.  Sýnum aðgætni og virðum sóttvarnareglur og leggjum okkar að mörkum í baráttunni gegn vágestinum.  Vonandi við getum öll hist aftur strax…

Nánar
22 mar'21

Jöklaferð unglingastigs vel heppnuð

Dagana 11. og 12. mars fór unglingastigið í  mjög vel heppnaða jöklaferð á vegum Midgard adventure. Við fengum stórkostlegt veður, logn og sól. Við gengum upp á Sólheimajökul og kíktum svo á Skógarfoss og Seljalandsfoss á leiðinni til baka á hótelið. Þar fengum við að borða og nemendaráðið stóð fyrir frábærri kvöldvöku sem endaði með…

Nánar