Barnasáttmálinn með nýuppfærða heimasíðu
Barnasáttmálinn.is sem fyrst var opnaður þann 20. nóvember 2009, hefur nú verið endurnýjaður og var birtur í núverandi mynd á degi mannréttinda barna, þann 20. nóvember 2020. Verkefnið er styrkt af ríkisstjórn Íslands, að tillögu frá forsætisráðuneytinu og mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er vefurinn ætlaður til notkunar fyrir börn á öllum aldri. Á vefnum er…
NánarÍslenskuverðlaun unga fólksins 2020
Tveir nemendur voru tilnefndir af Klébergsskóla til íslenskuverðlauna unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík að þessu sinni. Það eru þær Hekla Sif Þráinsdóttir í 7. bekk, sem hefur tekið miklum framförum í íslensku enda sinnir hún námi sínu af alúð og gleði og hefur sýnt mikla þrautseigju. Svo er það hún Isabella Ósk Jónsdóttir í 10.…
NánarDagur íslenskrar tungu – „Viltu tala íslensku við mig?“
„Viltu tala íslensku við mig?“ er samstillt átak Íslenskuþorpsins, grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi í íslensku sem öðru máli. Skólarnir halda daginn hátíðlegan með því að vekja athygli á mikilvægi samskipta á íslensku sérstaklega fyrir þá sem eru að læra íslensku. Í myndbandi til stuðnings átakinu hvetja nemendur og þjóðþekktir einstaklingar til samskipta á…
NánarDagur gegn einelti 2020
Dagur gegn einelti var sunnudaginn 8. nóvember. Heimili og skóli frumsýndu við þetta tilefni nýtt myndband sem samtökin létu gera fyrir dag gegn einelti. Þar koma fram fyrirmyndir í samfélaginu svo sem forseti Íslands, leikarar, rithöfundar, þáttastjórnendur, íþróttamaður, sérfræðingur, ráðherra o.fl. með skilaboð gegn einelti. Yfirskrift myndbandsins er: Dagur gegn einelti – skilaboð til þín…
Nánar7. bekkingar hrepptu ,,Gullskóinn“
Á föstudagssamveru í dag voru úrslit átaksins ,,Göngum í skólann“ kynnt. Það var mjótt á munum en nemendur 7. bekkjar notuðu oftast virkan ferðamáta í skólann og hrepptu þar með Gullskóinn í ár. 5. bekkur tók svo við samverunni og skemmtu skólafélögum og starfsfólki og stóðu sig með glans, en þau voru einmitt bekkurinn…
Nánar5 ára börn og 5. bekkingar gera sér glaðan dag
5 ára krakkarnir á Bergi og 5. bekkur Klébergsskóla gerðu sér glaðan dag í gær og fengu heitt kakó og nýbakaðar jafrakökur á meðan þau hlustuðu á söguna um Esju tröllskessu og hvalinn vin hennar sem bjó í Hvalfirði.
NánarEr þú heyrnatólið tekur…
Í vikunni gerðu krakkarnir í 4.-7.bekk dósasíma í útikennslunni og fannst þeim það ekki leiðilegt.
Nánar