Skip to content
06 apr'21

Skóli hefst kl. 10:00

Skólastarf hefst aftur eftir páska þriðjudaginn 6. apríl kl. 10:00. Starfsmenn þurfa að vera með grímu ef ekki er hægt að tryggja 2ja metra fjarlægð

Nánar
25 mar'21

,,Rólegur, þú mátt byrja á að bjóða mér á kaffihús!“

Nemendur 1.-7. bekkja voru með generalprufu í gær fyrir árshátíðina sem vera átti í dag. Eins og alkunna er orðið varð ekki úr henni, en nokkrar myndir náðust af prufunni sem við sýnum hér.  Sýnum aðgætni og virðum sóttvarnareglur og leggjum okkar að mörkum í baráttunni gegn vágestinum.  Vonandi við getum öll hist aftur strax…

Nánar
22 mar'21

Jöklaferð unglingastigs vel heppnuð

Dagana 11. og 12. mars fór unglingastigið í  mjög vel heppnaða jöklaferð á vegum Midgard adventure. Við fengum stórkostlegt veður, logn og sól. Við gengum upp á Sólheimajökul og kíktum svo á Skógarfoss og Seljalandsfoss á leiðinni til baka á hótelið. Þar fengum við að borða og nemendaráðið stóð fyrir frábærri kvöldvöku sem endaði með…

Nánar
18 mar'21

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Sigrún og Hekla Sif í 7. bekk voru verðugir fulltrúar Klébergsskóla á Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var í Grafarvogskirkju mánudaginn 15. mars sl.  Þær stóðu sig með afbrigðum vel báðar tvær og þrátt fyrir að lenda ekki í þremur efstu sætunum, þá voru þær svo sannarlega skólanum til mikils sóma.

Nánar
11 mar'21

Olweusarkönnunin

Olweusarkönnunin var lögð fyrir nemendur í 4. – 10. bekk í byrjun mars. Fyrirlögn gekk almennt mjög vel. Könnunin er lögð fyrir á ári hverju og er hluti af eineltisáætlun skólans. Farið verður í úrvinnslu á niðurstöðum á næstum dögum og þær kynntar fyrir starfsmönnum og foreldrum í kjölfarið.

Nánar