Skip to content
26 feb'20

Öskudagsfjör

Eins og tilheyrir gerðum við okkur glaðan dag á öskudaginn í Klébergsskóla. Flestir tóku hlutverk sitt alvarlega og skelltu sér í eitthvert gervi. Dagurinn var fallegur og skemmtilegur og gaman að sjá allar þær mögulegu útfærslur á búningum og dulargervi sem bæði nemendur og starfsfólk fór í. Í íþróttahúsinu var svo kötturinn sleginn úr tunninni…

Nánar
25 feb'20

Úrslit í undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Upplestrarkeppnin, sem nemendur í 7. bekk hafa verið að æfa sig fyrir undanfarið, var haldin í morgun að viðstöddum nemendum í 5. og 6. bekk. Dómnefndin, sem í voru Jóhanna, Regína og Unnur, tók sér tíma eftir keppnina til að velja bestu lesarana og á meðan fengu allir þátttakendur, ásamt áhorfendum, ís. Það er gaman að geta þess…

Nánar
25 feb'20

Krakkar með krökkum – Gegn einelti

Krakkar með krökkum – Fræðsla fyrir foreldra og starfsfólk 5. mars 2020 Verkefnið Krakkar með krökkum er yfirskrift verkefnis gegn einelti sem Heimili og skóli og SAFT vinna í samstarfi við söng- og leikkonuna Sölku Sól Eyfeld og Vöndu Sigurgeirsdóttur í KVAN. Klébergsskóli er einn af fáum grunnskólum sem tekur þátt í verkefninu að þessu…

Nánar
13 feb'20

Allt skólahald fellur niður 14. febrúar 2020!

(English below) Allt skólahald fellur niður í Klébergsskóla, Leikskólanum Berg og í frístundaheimilinu Kátakoti föstudaginn 14. febrúar vegna ofsaveðurs. Skólastjórnendur Klébergsskóla School-closure in Klébergsskóli, in Berg Primary school and in Kátakot leisure home Friday February 14th due to bad weather. Headmaster of Klébergsskóli

Nánar
11 feb'20

Framhaldsskólakynningar

Nú fara að hefjast framhaldsskólakynningar fyrir þá nemendur sem eru að útskrifast úr grunnskóla. Verðandi framhaldsskólanemar og foreldar þeirra eru boðnir velkomnir á þessar kynningar. Opin hús í framhaldsskólum 2020 Litla framhaldsskólakynningin 19. febrúar 2020

Nánar
10 feb'20

Vitnisburður haustannar og kökusala!

Nemendur fá vitnisburð haustannar afhendan í dag og eru nemendur og foreldrar farnir að streyma að. Kökusala 10. bekkjar er að sjálfsögðu á sínum stað eins og vera ber, ekki veitir af að safna fyrir útskriftarferðinni. Kökurnar eru ekki af lakari endanum, reyndar meira en kökur í boði, egg og brauðmeti. Við hvetjum foreldra og…

Nánar
07 feb'20

Nemendur 7. bekkjar í skólabúðum

7. bekkur hefur verið í skólabúðum í Reykjaskóla í Hrútafirði síðan á mánudag. Óhætt er að segja að þau komi heim reynslunni ríkari því þar hafa þau öðlast meira sjálfstæði, kynnst jafnöldrum og fengið mikilvæga reynslu í félagslegum samskiptum. Þau hafa líka þurft að fara eftir reglum skólabúðanna og fylgja stundaskrá þar sem þau fara…

Nánar
24 jan'20
Þorramatur á bóndadagin

Súrt og hollt!

Það er ekki oft sem nemendum Klébergsskóla gefst kostur á að smakka þjóðlega rétti í skólanum. Við slógum til á bóndadaginn og buðum þeim að smakka súra sviðasultu, súran hval og svo hákarl. Sumir kunnu að meta þetta allt, á meðan aðrir létu duga að þefa út í loftið. Þeir sem voru skráðir í föstudagsmat…

Nánar
24 jan'20

Lengi von á einum!

Kjósarhreppur færði Klébergsskóla veglega afmælisgjöf Í dag barst Klébergsskóla vegleg afmælisgjöf frá Kjósarhreppi í tilefni 90 ára afmælisins í október. Þeir nemendur skólans sem koma úr Kjósarhreppi afhendu Sigrúnu Önnu skólastjóra gjöfina ásamt oddvita sveitarstjórnar Kjósarhrepps, Karli Magnúsi Kristjánssyni og Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur umsjónaraðila fræðslumála. Gjöfin er gjafabréf sem verður notað til kaupa á stórum…

Nánar