Starfsemi hafin á ný eftir sumarfrí
Skrifstofa Klébergsskóla hefur verið opnuð eftir sumarfrí og er nú fullur undirbúningur fyrir skólastarfið hafinn aftur. Sumarfrístund í Kátakoti er einnig hafin og skrá þarf fyrirfram fyrir hverja viku. Lokað verður föstudaginn 19. ágúst á starfsdegi og skólasetningardaginn mánudaginn 22. ágúst. Vetrarstarf Kátakots hefst svo þriðjudaginn 23. ágúst um leið og almennt skólastarf hefst. Leikskólinn…
NánarVertu sæll og blessaður Sigþór!
Nú er löngu starfi Sigþórs Magnússonar í kennarastarfinu lokið. Hann kom reyndar fyrst í Klébergsskóla 1989 sem skólastjóri og starfaði hér til ársins 2004 þegar hann fór yfir í Breiðholtsskóla sem skólastjóri. Hann kom svo aftur hingað í smíðakennslu í hlutastarfi árið 2017 þegar hann komst á aldur í skólastjórninni og lýkur nú störfum í…
NánarÚtskrift 10. bekkjar
Þá er 10. bekkurinn útskrifaður og floginn á vit ævintýranna. Við óskum þeim velfarnaðar í leik og starfi og vonandi frekara námi og þökkum samfylgdina. Gleðilegt sumar!
NánarÚrslit fótboltaleiks og reiptogs
Hinn árlegi keppni í fótbolta og reiptogi milli starfsmanna og 10. bekkjar var háð í morgun. 10. bekkurinn varðist hetjulega í fótboltanum og eftir drengilega keppni vann lið starfsmanna lið 10. bekkjar í fótbolta, Reiptogið yfir sundlaugina fór á sömuleið en allir enduðu þó ofan í fyrir rest. Við þökkum 10. bekk fyrir leikinn og…
NánarEsjuganga – Blikdalur – Smáþúfur
Nemendur Klébergsskóla fóru í gönguferð á Esjuna í dag með nesti í farteskinu. Yngsta stigið fór að skógræktinni við Mógilsá en unglingastigið og miðstigið gengu Blikdalinn upp á Smáþúfur. Það var heldur blautt, en lyngt og litirnir engu líkir.
NánarVorferðir og þemadagar
Vorferðirnar voru í upphafi vikunnar í prýðisveðri og fór hvert stig í sína ferð. 8. og 9. bekkur fóru í Árbæjarsafnið og í Klifurhúsið og spreyttu sig á mismunandi bröttum klifurveggjum. Sumir hreinlega klifruðu ,,yfir sig“. Miðstigið fór í Alþingishúsið og á ,,Ylströndina í Nauthólsvík“ og yngsta stigið fór á Byggðasafnið á Akranesi. Þemadagarnir komu…
NánarVortónleikar
Á miðvikudaginn sem leið voru vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi. Nær allir nemendur tónlistarskólans tóku þátt og spiluðu að a.m.k. eitt af þeim verkum sem þau hafa verið að vinna að í vetur. Við þökkum nemendum tónlistarskólans framlag þeirra til tónleikanna sem og tónlistarkennurunum. Starfi tónlistarskólans er þar með formlega lokið þetta skólaárið.
NánarStórleikur hjá unglingadeildinni
Nemendur unglingadeildarinnar sýndu í dag afrakstur vinnu úr Laxdælu. Þau útbjuggu stuttmyndir, leikrit og útvarpsleikrit um Laxdælu og færðu í nútímabúning og má segja að það hafi verið stórleikur hjá nokkrum nemendanna. Verkefnin voru metnaðarfull og skemmtileg og talsvert lagt í sviðsmyndina. Við þökkum nemendum unglingadeildarinnar fyrir mjög skemmtilega framsetningu og áhugaverða.
NánarStelpur og tækni
Stelpurnar í 9. bekk heimsóttu á dögunum Háskólann í Reykjavík þar sem þær tóku þátt í verkefninu Stelpur og tækni. Markmið þessa verkefnis er að vekja áhuga stelpna á námi og störfum tengdum tæknigreinum, brjóta niður staðalímyndir sem og að sýna þeim fram á fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Stelpurnar tóku þátt í vinnusmiðju þar sem…
NánarDönskuverkefni og samvera
Nemendur 5. bekkjar lásu upp dönskuverkefni á sal í vikunni sem leið. Þau eru búin að vera að læra að segja litina og fötin á dönsku. Í kjölfarið var 7. bekkurinn með restina af samverunni.
Nánar