Skip to content
10 jún'21

Klébergsskóla slitið í 92. sinn

Þá er búið að útskrifa 10. bekkinn og Klébergsskóla slitið í 92. sinn. Við óskum útskriftarnemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju og kveðjum þau með söknuði. Gleðilegt sumar!

Nánar
08 jún'21

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs 2021

Í ár hlaut Elmar Darri Ríkarðsson Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur 2021, af nemendum Klébergsskóla. Verðlaunin hlýtur hann fyrir að hafa tekið miklum framförum í námi og sjálfstæðum vinnubrögðum undanfarin tvö ár. Elmar Darri sinnir öllum verkefnum af áhuga og metnaði, líka þeim verkefnum sem eru tímafrek og krefjandi. Elmar er mjög samviskusamur og jákvæður…

Nánar
07 jún'21

Skólaslit og útskrift

Skólaslit Klébergsskóla verða óhefðbundin þetta vorið eins og síðastliðið vor. Þrátt fyrir að höft almannavarna á samkomur hafi verið rýmkuð er okkur ráðlagt að halda ekki samkomur þar sem erfitt er að tryggja fjarlægð á milli fólks. Nemendur verða kvaddir hátíðlega 9. júní með grillveislu. 10. júní munu síðan umsjónarkennarar hringja í foreldra nemenda í…

Nánar
27 maí'21

6. og 7. bekkur græða landið

Skólinn fékk úthlutað nokkrum trjáplöntum úr Yrkjusjóði og héldu nemendur í 6. og 7. bekk af stað í gær til að gróðursetja þær. Áður höfðu þau fengið fræðslu á vef Yrkjusjóðs um hvernig þau ættu að bera sig að. Yrkja – sjóður æskunnar til ræktunar landsins hefur það að markmiði að kaupa trjáplöntur fyrir grunnskólanemendur…

Nánar
21 maí'21

Ljúfir tónar í vorblíðunni

Vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi fóru fram í aðalsal Klébergsskóla í gær. Flestir nemendur skólans fluttu tónverk ýmist einir síns liðs, með kennara eða samnemendum. Þar kenndi ýmissa grasa og gátu foreldrar loksins fengið að koma og njóta afraksturs barna sinna í tónlistarskólanum.              

Nánar
17 maí'21

Útikennsla

bekkur að vinna verkefni í íslensku og stærðfræði úti við.

Nánar
12 maí'21

Forritunarkennsla í 8. bekk

  Upp á síðkastið hefur 8. bekkur  verið að æfa sig í forritun á Sphero kúlum sem við köllum Kúlus á íslensku. Við höfum nýtt okkur góða veðrið og nýtt plássið úti eins og sést á myndunum. Nemendur hafa verið að forrita Kúlusana til að búa til form, haga sér eins og teningur og síðan…

Nánar
11 maí'21

Vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi

Vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi verða haldnir fimmtudaginn 20. maí kl. 17:00  í aðalsal Klébergsskóla. Gert er ráð fyrir að þeir standi í rúma klukkustund. Nú hafa sóttvarnarreglur verið rýmkaðar svolítið svo við getum boðið foreldrum að koma í hús en biðjum ykkur að vera með grímu og virða fjarlægðarmörk. Við verðum þó að takmarka gesti eingöngu…

Nánar