Skip to content
12 jún'20

Skóladagatal 2020-2021

Nýtt skóladagatal er komið á vefinn. Þann 24. ágúst byrja nemendur nýtt skólaár í Klébergsskóla. Við þökkum nemendum og starfsfólki fyrir samstarfið síðasta skólaár og vonum að þeir sem halda áfram komi endurnærðir í ágúst eftir sumarið. Skólastjórnendur

Nánar
05 jún'20

Skólaslit og útskrift

Klébergsskóla er nú slitið í 91. sinn. 10. bekkur útskrifaður á sólríkum degi á Kjalarnesi. Margt var öðruvísi við þennan vetur eins og flestir fengu að upplifa vegna samkomubanns og takmörkunar á starfsemi ýmissa fyrirtækja og stofnana þar á meðal skóla, en það er vonandi að baki fyrir fullt og allt. Við óskum nemendum og…

Nánar
04 jún'20

Góðar gjafir

Í vetur fengum við góðar gjafir í tilefni 90 ára afmælisins. Foreldrafélag Klébergsskóla gaf skólanum tvær stafrænar smásjár. Hægt er að tengja þær beint við tölvu og eru þær mjög handhægar og auðveldar í notkun. Kjósarhreppur gaf skólanum stafrænan margmiðlunarskjá sem býr yfir fjölmörgum notkunarmöguleikum. Kvenfélag Kjósarhrepps gaf skólanum tvær stórar og öflugar spjaldtölvur, ipad…

Nánar
25 apr'20

Umhverfisdagurinn 2020

Í tilefni umhverfisdagsins fóru nemendur Klébergsskóla vítt og breitt um Grundarhverfið og týndu upp rusl sem fannst á víð og dreif. Á eftir léku 2. og 3. bekkur sér í eltingaleik á „steinunum“ á skólalóðinni. Umhverfið er jú til að njóta þess.

Nánar
03 apr'20

Skólahald í Klébergsskóla eftir páska

Samkomubannið hefur verið framlengt til 3. maí. Við gerum ráð fyrir sama fyrirkomulagi á skólastarfinu í Klébergsskóla út apríl, kennsla frá kl. 8:15-11:15 og Kátakot opið til kl. 15 fyrir þá sem þar eru á skrá. Félagsmiðstöðvarstarfið liggur niðri. Kennarar tónlistarskólans verða í sambandi við sína nemendur. Ekki hefur verið dregið úr kröfum varðandi hópastærðir…

Nánar
17 mar'20

Fjöldatakmörkun í Íþróttamiðstöðina í samkomubanni

(English below) Kæru gestir íþróttamiðstöðvarinnar á Klébergi! Við viljum biðja ykkur um að virða 2 metra fjarlægðartakmarkanir í samkomubanni sem sóttvarnarlæknir og almannavarnir hafa sett á.  Á það við um öll svæði laugarinnar sem eru opin sem og í búningsklefum, sturtum og tækjasal. Íþróttasalurinn er lokaður. Vegna fjöldatakmarkana gætu starfsmenn þurft að loka fyrir fleiri…

Nánar
13 mar'20

STARFSDAGUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDASTARFI Á MÁNUDAG

(English and Polish below) Íslenska: STARFSDAGUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDASTARFI Á MÁNUDAG Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs…

Nánar