Skip to content
02 des'21

Jólasöngurinn hófst í gær

Búið er að skreyta jólatréð, jólaseríur komnar í glugga og nú er jólasöngurinn hafinn eins og hefð er fyrir í Klébergsskóla í desember. Tekið er vel undir, í upphafssöngnum ,,Snæfinnur snjókarl…“ og svo er sungið milt og blítt ,,…þeir sungu hallelúja með hátíðarbrag, nú hlotnast Guðsbörnunum friður í dag…“

Nánar
17 nóv'21

Dagur íslenskrar tungu – upprennandi hagyrðingar í 7. bekk

Það var fámennt en góðmennt í 7. bekk í gær, á degi íslenskrar tungu. Fyrstu fjórar kennslustundir dagsins fóru í það að fjalla um Stóru upplestrarkeppnina og síðan vinna með málshætti og ferskeytlur. Fyrst röðuðu þau stökum orðum í málshætti eins og sjá má á myndunum og eftir það fengu þau ferskeytluverkefni, en það fólst…

Nánar
21 okt'21

Þemavika – opið hús!

Nemendur Klébergsskóla hafa unnið að verkefnum um hnattrænt jafnrétti  á þemadögum, sem er eitt af viðfangsefnum Grænfánaskóla. Í dag fengu foreldrar að koma og sjá afrakstur vinnunnar. Í kjöfarið var nemendum boðið upp á mjólk og köku.  

Nánar
21 okt'21

Skólablakmót 2021

Þriðjudaginn 19. október var skólablakmót haldið í ÍR heimilinu í Breiðholti fyrir nemendur í 4. – 6. bekk. Fimm nemendur skráðu sig til leiks fyrir hönd Klébergsskóla en það voru þau Dagbjört, Kacper, Lilly, Sandra og Svandís sem öll eru í 6. bekk. Í upphafi fengu krakkarnir að æfa sig og hita upp með blakboltum…

Nánar
20 okt'21

Opið hús!

Fimmtudaginn 21. október verður opið hús í Klébergsskóla frá kl. 8:15-8:55. Þar verður til sýnis á veggjum skólans afrakstur þemavinnu nemenda varðandi grænfánaviðfangsefnið okkar sem er HNATTRÆNT JAFNRÉTTI. Nemendur eru leiðsögumenn foreldra sinna, opið verður inn í allar kennslustofur en verkefni nemenda hanga uppi á veggjum vítt og breytt um skólann. Allir foreldrar og aðrir…

Nánar
19 okt'21

Þemadagar

Þessa vikuna eru þemadagar í Klébergsskóla.  Nemendur ræða hnattrænt jafnrétti og leiðir að því.  Þau vinna í blönduðum aldurshópum og vinna saman að verkefnum sem verða til sýnis á fimmtudag, þegar foreldrar og forráðamenn mega koma á opinn dag og skoða afraksturinn.  

Nánar
05 okt'21

Kökusala og foreldraviðtöl

Nemendur 10. bekkjar klikkuðu ekki á kökusölunni loksins þegar slíkt má aftur. Ýmsar krásir eru í boði og ýmislegt forvitnilegt og girnilegt. Þau standa nú sveitt að afgreiða foreldra og starfsfólk og krásirnar renna út. Afrakstur sölunnar fer upp í ferðasjóð þeirra þegar þau útskrifast í vor.  

Nánar
04 okt'21

Aðalfundur foreldrafélagsins 11. október 2021

Kæru foreldrar barna í Klébergsskóla Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn í tónlistarstofu Klébergsskóla kl. 17:15 mánudaginn 11. október 2021. Á dagskrá eru venjuleg aðafundarstörf: Skýrsla stjórnar Reikningar Ákvörðun félagsgjalds Kosning stjórnarmanna foreldrafélagsins Kosning skoðunarmanna reikninga Kosning fulltrúa í skólaráð Verkefni foreldrafélagsins yfir skólaárið rædd Önnur mál Nú þegar hafa foreldrar gefið kost á sér til að…

Nánar
04 okt'21

Krakkakosningar 2021

Nemendur á miðstigi voru að læra um sögu kosninga og kosningaréttar í bókinni Sögueyjan 3. hefti. Þeir unnu síðan verkefni og í lokin var gengið til kosninga með mikilli viðhöfn. B – listi, flokkur framsóknar fór með sigur í þessum kosningum en önnur úrslit kosninganna hanga uppi á ganginum á miðstigi fyrir áhugasama.

Nánar