Skip to content
03 apr'20

Skólahald í Klébergsskóla eftir páska

Samkomubannið hefur verið framlengt til 3. maí. Við gerum ráð fyrir sama fyrirkomulagi á skólastarfinu í Klébergsskóla út apríl, kennsla frá kl. 8:15-11:15 og Kátakot opið til kl. 15 fyrir þá sem þar eru á skrá. Félagsmiðstöðvarstarfið liggur niðri. Kennarar tónlistarskólans verða í sambandi við sína nemendur. Ekki hefur verið dregið úr kröfum varðandi hópastærðir…

Nánar
17 mar'20

Fjöldatakmörkun í Íþróttahúsið á Klébergi og í Klébergslaug

(English below) Kæru gestir íþróttamiðstöðvarinnar á Klébergi! Við viljum biðja ykkur um að virða 2 metra fjarlægðartakmarkanir í samkomubanni sem sóttvarnarlæknir og almannavarnir hafa sett á.  Á það við um öll svæði laugarinnar sem eru opin sem og í búningsklefum, sturtum og tækjasal. Íþróttasalurinn er lokaður. Vegna fjöldatakmarkana gætu starfsmenn þurft að loka fyrir fleiri…

Nánar
13 mar'20

STARFSDAGUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDASTARFI Á MÁNUDAG

(English and Polish below) Íslenska: STARFSDAGUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDASTARFI Á MÁNUDAG Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs…

Nánar
13 mar'20

Upplýsingar um skólahald

Skólastjóri mun senda öllum foreldrum upplýsingar í tölvupósti í dag, um tilhögun skólahalds næstu vikna í leikskóla- og grunnskólastarfi.

Nánar
10 mar'20

Lokaúrslit Stóru upplestarkeppninnar í skólahverfi 4

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Grafarvogskirkju í gær. Nói og Þorsteinn kepptu fyrir hönd Klébergsskóla og stóðu sig með mikilli prýði. Í fyrsta sæti var Freyja Dís Hreinsdóttir úr Rimaskóla, í 2. sæti var Hugrún Björk Ásgeirsdóttir úr Foldaskóla og í þriðja sæti var Snævar Steffensen Valdimarsson úr Húsaskóla. Upplestrarkeppnin er ekki ,,keppni“ í…

Nánar
09 mar'20

Skólahald með eðlilegum hætti

Samningar Sameykis hafa náðst við alla samningsaðila, verkfalli er því aflýst. Skólahald er með eðlilegum hætti og lýkur kl. 14:25 í dag eins og stundarskrár segja til um. Skólastjóri

Nánar
06 mar'20

Samvera á sal í umsjón 5.-6. bekkja

Nemendur 5. og 6. bekkjar sáu um samveru á sal í morgun sem er mánaðarlegur viðburður í skólastarfinu þetta skólaárið. Þau höfðu eitt og annað fram að færa, dans, upplestur, dönskuverkefni og söng. Þau komu vel æfð og nemendur sem og starfsfólk hafði gaman að.

Nánar