Nemendaráð Klébergsskóla
Almennar upplýsingar
Nemendaráð er skipað 5 eða fleiri fulltrúum á unglingastigi í Klébergsskóla Hver árgangur hefur að minnsta kosti einn fulltrúa í ráðinu. Til að vera fulltrúi í nemendaráði Flógynjar þá þarf nemandi að bjóða sig fram og kjósa aðrir nemendur sína fulltrúa. Ráðið kýs sér svo formann.
Nemendaráð fundar að minnsta kosti einu sinni í mánuði og stjórnar starfsmaður Flógynjar fundunum.
Meðal verkefna nemendaráðsins er að skipuleggja og taka virkan þátt í félagsstarfi Flógynjar og vera tengiliður nemenda og félagsmiðstöðvar. Fimm fulltrúar nemendaráðs sækja einnig Landsmót Samfés og halda utan um félagsmiðstöðvadaginn.
Reglur um nemendaráð Klébergsskóla
(Ath!)•
Ráðið heitir Nemendaráð Klébergsskóla.
• Markmið nemendaráðsins er að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda.
• Í ráðinu skulu sitja a.m.k. 8 fulltrúar. í það minnsta tveir frá hverjum árgangi
• Val á fulltrúum í ráðið fer þannig fram að skólastjórnendur kynna ráðið fyrir öllum nemendum á haustin. Áhugasamir nemendur bjóða sig fram við þá. Ef margir sækja um er boðað til kosninga innan hvers árgangs.
• Ráðið kemur saman til fundar 2-3 í mánuði.
• Þess er vænst að nemendaráðsfulltrúar séu fyrirmyndir annarra nemenda og séu tilbúnir að vinna í þágu þeirra.
• Nemendaráðsfulltrúar bera upp mál til umfjöllunar á fundum ráðsins.
• Nemendaráðsfulltrúar bregðast við öllum málum sem borin eru upp.
• Nemendaráðsfulltrúar skiptast á að stjórna fundunum.
• Einn ritari er ráðinn og ritar fundargerðir.
• Verði nemendaráðsfulltrúar uppvísir af ósæmilegri hegðun á fundum eða utan þeirra geta þeir misst rétt til setu í nemendaráði.
Fréttir úr starfi
Skólaslit Klébergsskóla fyrir 1.-9. bekk verða miðvikudaginn 7. júní kl. 16:30 í sal Klébergsskóla. Barnakór Klébergsskóla mun syngja og í lokin munu nemendur hitta umsjónarkennara sína. Þennan…
Nánar