Kennsluhættir
(óyfirfarinn texti) Í Klébergsskóla er nemandinn í öndvegi og lögð er á það áhersla að jafnt nemendur sem starfsmenn eigi góð og gefandi samskipti. Markvisst er unnið að því að auka félagsfærni nemenda, seiglu og trú nemenda á eigin getu. Starfsumhverfi skólans gerir kröfu um að menn hugsi í hentugum lausnum og temji sér sveigjanleg vinnubrögð sem einkennast af víðsýni og umburðarlyndi. Allir eiga að finna sig heima í skólanum, þeir eiga að finna þar fyrir velvild og hlýju og vita að í skólanum er skjól og stuðning að finna. Við þær aðstæður tekst að skapa gott námsumhverfi fyrir nemendur um leið og stuðlað er að gagnkvæmri aðlögun innflytjenda og innfæddra í skólanum.
Erfiðleikar í samskiptum/hegðun
(óyfirfarinn texti) Ef upp koma erfiðleikar í samskiptum/hegðun sem þó ekki teljast einelti:
a) Foreldrar tali við barn/börn sín, kennari eða námsráðgjafi ræði við börnin.
b) Fylgst verður með hegðun barnanna í skólastofunni og öðrum skólaaðstæðum.
c) Skólinn og foreldrar hafa samráð um hvaða leiðir skulu farnar ef vísbendingar eru um að gamalt mál sé að taka sig upp.
d) Heimili og skóli skerpi á einstaka samskiptaþáttum við börnin á heimili og í skóla.