Leyfisbeiðni
Leyfisbeiðni til nokkurra daga, eins dags eða hluta úr degi fyrir nemanda í Klébergsskóla geta foreldrar sótt um í gegnum aðgang þeirra á infomentor.is eða í gegnum smáforritið infomentor í snjallsíma. Hægt er að finna leiðbeiningar um rafræna leyfisbeiðni á blaðsíðu 7 í handbók Mentors fyrir aðstandendur
Foreldrar athugið:
Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti, er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi á meðan á undanþágu stendur. (4. málsgrein 15. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008)