Foreldrafélag Klébergsskóla
Almennar upplýsingar
Með nýjum lögum um grunnskóla nr. 91/2008 urðu þær breytingar að foreldrafélög eru lögbundin og skulu starfa við alla grunnskóla. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.
Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.
Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu SAMFOK.
Lög foreldrafélags Klébergsskóla
Aðrar upplýsingar
Félagið nýtur ekki fastra styrkja og aflar tekna með ýmsum fjáröflunum auk þess að innheimta 3000kr. árgjald fyrir hverja fjölskyldu.
Bankareikningur félagsins: 0549-14-400941 kt. 581201-2570.
Markmið
- að styðja við skólastarfið
- stuðla að velferð nemenda skólans
- efla tengsl heimilis og skóla
- hvetja til virkrar þátttöku forráðamanna í skólastarfi
- hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu
- Stjórn foreldrafélagsins gerir sér verkefnaskrá fyrir hvert ár og er hún birt á heimasíðu skólans þegar hún er tilbúin. Nöfn og netföng verða færð inn eftir aðalfund foreldrafélagsins í haust.
Handbók foreldrafélaga grunnskóla
Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast Handbók foreldrafélaga grunnskóla.
Fréttir úr starfi
Skólaslit Klébergsskóla fyrir 1.-9. bekk verða miðvikudaginn 7. júní kl. 16:30 í sal Klébergsskóla. Barnakór Klébergsskóla mun syngja og í lokin munu nemendur hitta umsjónarkennara sína. Þennan…
Nánar