Skip to content

Fræðslufundur – Samvinna barnanna vegna

23 mars 2023

Mánudaginn 27. mars kl. 19:45-21:00 verður fræðslufundur fyrir foreldra og forsjáraðila með Heimili og skóla. Fundurinn er haldinn í Hlöðunni í Gufunesbæ. Staðsetning: https://goo.gl/maps/ZYeBUKfFJFN8a61f7 Við vitum að mikilvægi samvinnu foreldra í skólastarfinu er óumdeilt. Samheldni og samstarf foreldra hefur jákvæð áhrif á velferð barna; skólabrag og líðan nemenda, foreldra og kennara, svo ekki sé minnst…

Jólakveðja

19 desember 2022

Leikskólinn Berg verður opinn út Þorláksmessu, en fyrir þau börn sem hafa verið skráð er opið milli jóla og nýárs (þau börn sem eru skráð í fríi 27.-30. desember fá niðurfellingu leikskólagjalda þann tíma), en lokað verður á aðfangadag og fram yfir annan í jólum. Leikskólinn starfar svo óbreytt frá 2. janúar á nýju ári.…

Blóm fegra umhverfið

15 september 2022

Einn íbúi hverfisins var svo séður að sækja um styrk til fegrunar umhverfisins með gróðursetningu í hverfinu okkar. Hluti styrksins fór í að setja Haust-Erikur í ,,fuglabaðið“ fyrir framan skólann. Ekki amalegt það!

Starfsemi hafin á ný eftir sumarfrí

10 ágúst 2022

Skrifstofa Klébergsskóla hefur verið opnuð eftir sumarfrí og er nú fullur undirbúningur fyrir skólastarfið hafinn aftur. Sumarfrístund í Kátakoti er einnig hafin og skrá þarf fyrirfram fyrir hverja viku. Lokað verður föstudaginn 19. ágúst á starfsdegi  og skólasetningardaginn mánudaginn 22. ágúst. Vetrarstarf Kátakots hefst svo þriðjudaginn 23. ágúst um leið og almennt skólastarf hefst. Leikskólinn…

Áhrif breyttra reglna um sóttkví á skólastarf

26 janúar 2022

Hér eru upplýsingar um gildandi reglur um sóttkví og smitgát https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/01/25/Ahrif-breyttra-reglna-um-sottkvi-a-skolastarf/

Veðurviðvörun

25 janúar 2022

Vegna veðurviðvörunar frá veðurstofunni um appelsínugula viðvörun á höfuðborgarsvæðinu (Stór-Reykjavíkursvæðinu) og Faxaflóa (sjá htt ps://vedur.is/ ) bendum við foreldrum á hlekkinn neðst á heimasíðu Klébergsskóla ,,Röskun á skólastarfi“ og hvetjum foreldra til að bregðast við í tíma ef þeir telja ástæðu til. Skólastjórnendur