Skip to content
Íþróttamiðstöðin á Klébergi

Íþróttamiðstöðin á Klébergi

Íþróttamiðstöðin á Klébergi og Klébergslaug er rekin undir hatti Klébergs (sameinuð stofnun).

Hún er starfrækt á Klébergi, að Kollagrund 4 á Kjalarnesi, rétt neðan við Klébergsskóla og þjónar skólastarfinu í Klébergsskóla yfir skólaárið, ásamt því að vera almenningslaug og -íþróttamiðstöð eftir skólatíma og utan skólaársins.

Sumaropnun byrjar eftir að skólaárinu lýkur og lengist þá opnunartíminn fyrir almenning. Vetraropnun byrjar þegar skólaárið hefst og lýkur að vori þegar skóla er slitið.

Sigrún Anna Ólafsdóttir er stjórnandi Klébergs.

SÉRSTAÐA ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐVARINNAR OG KLÉBERGSLAUGAR

Í nágrenni Íþróttamiðstöðvarinnar, nánar tiltekið rétt við fjöruna, er aðstaða fyrir sjósundsfólk til að leggja af sér handklæði og/eða fatnað.  Getur fólk greitt fyrir aðgang í sundlaugina, græjað sig fyrir sjósundið og farið þaðan út í fjöru, komið svo eftir sjósundið og beint inn á sundlaugasvæðið, þar sem það getur skolað af sér áður en farið er inn í búningsklefa eða út í laug. Þetta hefur mælst vel fyrir og er talsvert um að fólk sæki upp á Kjalarnes í sjósund, enda er mjög aðgrunnt í Hofsvíkinni við Klébergið.