Barnasáttmálinn.is sem fyrst var opnaður þann 20. nóvember 2009, hefur nú verið endurnýjaður og var birtur í núverandi mynd á degi mannréttinda barna, þann 20. nóvember 2020. Verkefnið er styrkt af ríkisstjórn Íslands, að tillögu frá forsætisráðuneytinu og mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er vefurinn ætlaður til notkunar fyrir börn á öllum aldri. Á vefnum er…
Dagur gegn einelti var sunnudaginn 8. nóvember. Heimili og skóli frumsýndu við þetta tilefni nýtt myndband sem samtökin létu gera fyrir dag gegn einelti. Þar koma fram fyrirmyndir í samfélaginu svo sem forseti Íslands, leikarar, rithöfundar, þáttastjórnendur, íþróttamaður, sérfræðingur, ráðherra o.fl. með skilaboð gegn einelti. Yfirskrift myndbandsins er: Dagur gegn einelti – skilaboð til þín…
… ef þær eru notaðar rétt
Allar stofnanirnar á Klébergi hafa fengið ný símanúmer:Klébergsskóli 411-7170Leikskólinn Berg 411-7171Kátakot 411-7172Flógyn 411-7173Íþróttamiðstöðin á Klébergi 411-7174
(English below) Kæru gestir íþróttamiðstöðvarinnar á Klébergi! Við viljum biðja ykkur um að virða 2 metra fjarlægðartakmarkanir í samkomubanni sem sóttvarnarlæknir og almannavarnir hafa sett á. Á það við um öll svæði laugarinnar sem eru opin sem og í búningsklefum, sturtum og tækjasal. Íþróttasalurinn er lokaður. Vegna fjöldatakmarkana gætu starfsmenn þurft að loka fyrir fleiri…
Samningar Sameykis hafa náðst við alla samningsaðila, verkfalli er því aflýst. Skólahald er með eðlilegum hætti og lýkur kl. 14:25 í dag eins og stundarskrár segja til um. Skólastjóri
Kæru foreldrar Allt starfsfólk í Sameyki sem starfar í grunnskólum og á frístundaheimilum fer í ótímabundið verkfall frá og með 9. mars hafi ekki samist fyrir þann tíma. Ljóst er að verkfall mun hafa mikil áhrif á skólastarf og má gera ráð fyrir að ekki sé hægt að halda úti skólastarfi án þessara starfsmanna og…
Vegna smithættu biðjum við foreldra og nemendur vinsamlegast að gæta þess að fara eftir leiðbeiningum frá landlækni. sjá landlaeknir.is
(myndin er eftir Heiðdísi Björk Magnúsdóttur nemanda í Klébergsskóla) Við óskum öllum börnum og nemendum á Klébergi og fjölskyldum Gleðilegra jóla, farsældar hamingju og friðar á nýju ári. Þökkum allar stundir á líðandi ári. Hlökkum til að sjá ykkur aftur á því nýja. Starfsfólkið á Klébergi
Nú er nýyfirstaðin sundlauganótt í Klébergslaug, sem hluti af dagskrá vetrarhátíðar í Reykjavík.