Skip to content

Íþróttamiðstöðin á Klébergi

Hafa samband s. 4117174

nánar
20 Mán
  • Ofnbakaður fiskur, salat og grjón.

21 Þri
  • Hakk og spagettí og salatbar.

22 Mið
  • Blómkálssúpa og salatbar.

23 Fim
  • Kjúklinganaggar, sósa og salatbar.

24 Fös
  • Saltfiskstrimlar, hrísgrjón, sósa og salat.

Íþróttir, sund, sjósund...

Í Hofsvík á Kjalarnesi rétt ofan við bergdrangann Kléberg er Íþróttamiðstöðin á Klébergi og Klébergslaug. Hún er starfrækt allt árið um kring og þjónar einnig skólaíþróttum í Klébergsskóla. Reyndar er hún hluti af Klébergstorfunni sem er sameinuð stofnun sex stofnana, Leikskólans Berg, Klébergsskóla, Frístundaheimilisins Kátakots, Félagsmiðstöðvarinnar Flógyn, Tónlistarskólans á Klébergi og svo Íþróttamiðstöðvarinnar ásamt Klébergslaug.

Á veturna ganga skólaíþróttirnar fyrir og því opnar fyrir almenning eftir miðjan dag, en á sumrin þegar skólastarfið liggur niðri, þjónar hún alfarið sem almenningslaug og íþróttamiðstöð. Einnig er hægt að stunda sjósund við Hofsvíkina og nýta aðstöðuna í Klébergslaug.