Skip to content

Íþróttamiðstöðin á Klébergi

Hafa samband s. 4117174

nánar

Uppfylling 4. græna skrefsins og umhverfisdagur

Í dag fékk Klébergsskóli afenda viðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir að hafa tekið öll 4 grænu skrefin sem stofnanir hennar eru hvattar til að uppfylla til að vera umhverfisvænar…

Nánar
05 Mán
  • Soðinn fiskur, kartöflur, lauksmjör og grænmeti.

06 Þri
  • Hamborgarar.

07 Mið
  • Blómkálssúpa og brauð með áleggi

08 Fim
  • Lamb, bakaðar kartöflur, bernaissósa og salat.

09 Fös
  • Blómkálssúpa og brauð.

Íþróttir, sund, sjósund...

Í Hofsvík á Kjalarnesi rétt ofan við bergdrangann Kléberg er Íþróttamiðstöðin á Klébergi og Klébergslaug. Hún er starfrækt allt árið um kring og þjónar einnig skólaíþróttum í Klébergsskóla. Reyndar er hún hluti af Klébergstorfunni sem er sameinuð stofnun sex stofnana, Leikskólans Berg, Klébergsskóla, Frístundaheimilisins Kátakots, Félagsmiðstöðvarinnar Flógyn, Tónlistarskólans á Klébergi og svo Íþróttamiðstöðvarinnar ásamt Klébergslaug.

Á veturna ganga skólaíþróttirnar fyrir og því opnar fyrir almenning eftir miðjan dag, en á sumrin þegar skólastarfið liggur niðri, þjónar hún alfarið sem almenningslaug og íþróttamiðstöð. Einnig er hægt að stunda sjósund við Hofsvíkina og nýta aðstöðuna í Klébergslaug.