Skip to content
Jólaball Flógynjar og Unglingadeildar Klébergsskóla

Velkomin á heimasíðu

Félagsmiðstöðvarinnar Flógyn

Félagsmiðstöðin Flógyn er starfrækt í Klébergsskóla undir sameinuðu stofnuninni Kléberg.

Markmið Flógynjar er að bjóða upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í Grundarhverfi. Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á óformlegt nám, samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í. Að auki ætlum við í vetur að leggja mikla áherslu á fræðslu gegn fordómum og forvörnum gegn vímuefnum.

Opnunartími Flógynjar fyrir miðstig er á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 17:00 til 18:45 og fyrir unglingastig er opið á sömu dögum en frá klukkan 19:00 til 21:30.