Mat á skólastarfi
(Athuga! Leikskólalög)
Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008, 8. kafla er fjallað um mat og eftirlit með gæðum grunnskólastarfs.
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun. Einnig ber að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög og reglur. Huga þarf að gæðum náms og skólastarfs og tryggja að réttindi nemenda séu virt.
Hver grunnskóli metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra. Grunnskóli birtir opinberlega upplýsingar um innra mat sitt.
Sveitarfélög sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs. Þau skulu jafnframt fylgja eftir að það mat leiði til umbóta í skólastarfi ef þess þarf.
Menntamálaráðuneytið annast greiningu og miðlun upplýsinga um skólahald í grunnskólum. Það stendur einnig fyrir samræmdu námsmati í grunnskólum í 4., 7. og 10. bekk.
Hér má nálgast mat á leikskólastarfi Bergs.
- Ytra mat:Leikskólinn Berg hefur ekki farið í gegnum ytra mat í nokkurn tíma. Leikskólinn hefur gengið í gegnum flókið tímabil sem einkenndist af stjórnendaskiptum, sundurslitum og sameiningu. Nú erum við hins vegar komin á fullt í uppbyggingu og framtíðaráformin eru mikil.
Þónokkur óánægja mældist í foreldrakönnun sem framkvæmd var af SFS á skólaárinu 2016-2017, á fyrstu mánuðum sameiningarinnar. Þar komu fram ábendingar um ýmislegt sem betur mætti fara og hafa þær ábendingar verið teknar inn í innra matið okkar. Næsta foreldrakönnun verður gerð vorið 2019.
Starfsmannakönnun SFS var lögð fyrir alla starfsmenn Reykjavíkurborgar skólaárið 2017-2018. Mjög lágt hlutfall starfsmanna svaraði könnuninni í þetta skipti og enn færri í könnuninni sem gerð var árið áður (niðurstöður ekki birtar). Því er erfitt að bera saman viðhorf starfsmannanna milli ára. Við kynningu á niðurstöðunum á starfsmannafundi sl. vetur kom hins vegar glöggt í ljós að starfsmenn voru sammála um að margt væri betra en áður. Þar má nefna upplýsingaflæði, vinnustaðarmóral og skipulag sem starfsmenn tjáðu sig um. Þó var vinnuálagið enn að sliga fólk og var sá þáttur sem kom hvað verst út, líkt og hjá öðrum leikskólum í Reykjavík. Starfsmannavelta hvílir þungt á fólki og við þurfum að gera betur í móttöku nýrra starfsmanna. Það er ljóst að við höfum verk að vinna varðandi líðan starfsmanna og er það nú þegar komið inn í umbótaáætlun okkar fyrir komandi vetur, meta jafnt og þétt á starfsmannafundum og í könnun í vor.