Skip to content

5 ára börn og 5. bekkingar gera sér glaðan dag

30 september 2020

5 ára krakkarnir á Bergi og 5. bekkur Klébergsskóla gerðu sér glaðan dag í gær og fengu heitt kakó og nýbakaðar jafrakökur á meðan þau hlustuðu á söguna um Esju tröllskessu og hvalinn vin hennar sem bjó í Hvalfirði.

Sameiginleg útkennsla skólahóps á leikskólanum og 5. bekk Klébergsskóla

18 september 2020

Skólahópurinn á Leikskólanum Berg og nemendur 5. bekkjar i Klébergsskóla fóru í sameiginlega útikennslu. Útikennslan fólst í því að skoða nærumhverfið telja tunnur, kisur, bíla og fugla. Þeir voru líka að skoða númerin á húsunum hvar eru oddatölur, sléttar tölur og hvað eru oddatölur og hvað eru sléttar tölur. Við leyfum myndunum að segja rest.…

Kartöfluupptekt á Bergi

16 september 2020

  Börnin á Bergi settu niður kartöflur og grænmeti í vor og nú eru þau búin að taka kartöflurnar upp og borðuðu þær í gær með kjötbollum.

Fréttir frá elstu börnunum á Bergi

08 september 2020

  Í vikunni sem leið fóru elstu börn á leikskólanum með 5 bekk í Klébergsskóla í útikennslu. Það tókst mjög vel og allir skemmtu sér vel. Við erum að vinna með nærumhverfið, skoða hvað við sjáum í kringum okkur hvað hverfið okkar heitir og nánasta umhverfi. Við enduðum svo í fjörunni, fórum í bingó og…

Leiksýningin Bakkabræður á Klébergi

28 ágúst 2020

Klébergsskóli og Leikskólinn Berg býr svo vel að hafa foreldrafélag sem  stendur fyrir hinum ýmsu viðburðum fyrir börn og nemendur þessarra tveggja skóla. Bakkabræður, leiksýning á vegum Leikhópsins Lotta, var sýndur í gær fyrir alla nemendur Klébergsskóla og elstu börn Leikskólans Berg. Þessu var kostað til með fjárstyrk sem Foreldrafélagið sótti um hjá Sumarborginni, verkefni…

Ný símanúmer allra stofnana Klébergsskóla

19 ágúst 2020

Allar stofnanirnar á Klébergi hafa fengið ný símanúmer:Klébergsskóli 411-7170Leikskólinn Berg 411-7171Kátakot 411-7172Flógyn 411-7173Íþróttamiðstöðin á Klébergi 411-7174