Um Kátakot

Kátakot er frístundaheimilið við Klébergsskóla á Kjalarnesi og er staðsett í Klébergsskóla á stofugangi yngsta stigs, í tveimur innstu stofum vinstra megin á ganginum.

Síminn er: 5666083 á skrifstofutíma (8-15 mánud.-fimmtud. 8-13 föstud.) eða 6648270 á starfstíma Kátakots.

Verkefnastjóri Kátakots og tengiliður foreldra:

Birna Jóhanna Ragnarsdóttir

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Aðrir starfsmenn Kátakots

  • Jóhanna Rut Czzowitz This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Í Kátakoti er boðið upp á skipulagt frístundastarf og frjálsan leik. Litið er svo á að sá tími sem börnin dvelja hjá okkur sé þeirra frítími og því eðlilegt að þau hafi eitthvert val um hvernig honum skuli háttað.

Kátakot mun leggja áherslu á barnalýðræði auk jákvæðni og fjölbreytileika. Einnig er lögð áhersla á gott samstarf milli foreldra, frístundaheimilis og skóla. 

Frístundastyrkur

Hægt er að nota frístundastyrk til að greiða niður vistunargjöld á frístundaheimili. Reykjavíkurborg er með frístundakortið. Þeir sem hafa lögheimili í Reykjavík hafa aðgang að því  í gegnum rafraen.reykjavik.is og geta greitt niður "námskeiðsgjöld" þegar búið er að skrá barnið hjá viðkomandi "félagi" og fá svo rukkun fyrir restinni ef einhver er. Þeir sem hafa lögheimili annars staðar sækja um styrk til síns sveitarfélags. Kjósarhreppur veitir einnig styrk en sótt er um hann eftir á og kvittun látin fylgja umsókn.

Opnunartími Kátakots

Kátakot er opið frá því að venjulegum skóladegi lýkur til kl. 17:00. Á starfsdögum skólans, foreldraviðtalsdögum og í jóla- og páskafríum er opið frá kl. 8.00 - 17:00 en skrá þarf börnin sérstaklega þá daga, þó á starfsfólk frístundaheimilsins rétt á 2 starfsdögum samtímis starfsfólki skólans.

Í vetrarfríum skólans er lokað hjá okkur.

Síðdegishressingin

Börnin mæta í Kátakot um kl. 14:25. Starfsfólk sér um síðdegishressinguna milli kl. 14:40 og 15:00. Gjaldið fyrir síðdegishressinguna er innheimt á sama gíróseðli og vistunin.

Í Kátakoti er boðið upp á brauð og yfirleitt nokkur álegg, súrmjólk, hrökkbrauð, grænmeti, flatkökur, rúgbrauð og fleira gott og spennandi. Við reynum að hafa síðdegishressinguna heimilislega með rólegu og þægilegu andrúmslofti. Einstaka sinnum er nýbakað bakkelsi.