Gjaldskrá

Gjaldskrá Frístundaheimila í Reykjavík frá 1. janúar 2016

Ef tvö systkini eða fleiri eru í vistun á frístundaheimilum borgarinnar er veittur 75% afsláttur vegna annars barns en 100% vegna þriðja og fjórða barns af frístundagjaldi, skilyrði er að systkinin hafi sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá. Foreldrar greiða fullt fæðisgjald fyrir öll börnin.

Þá er veittur systkinaafsláttur milli dagforeldra, leikskóla og frístundaheimila/frístundaklúbba þannig að 50% afsláttur er af gjöldum á frístundaheimili/frístundaklúbb ef barnið á systkini í leikskóla eða hjá dagforeldri. Ekki er veittur afsláttur af gjaldi fyrir síðdegishressingu

Ef þjónusta er nýtt kl. 8.00-13.30 á foreldradögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það kr. 1.850 á dag. Á ofangreindum dögum geta börnin eftir sem áður dvalið á frístundaheimilunum frá kl. 13.30-17.00. Óskað er eftir skráningu á þessa daga sérstaklega á hverjum stað fyrir sig. Ekki er veittur systkinaafsláttur af viðbótarvistun á þessum dögum.

Sjá vef Reykjavíkurborgar