Kátakot

 • Um Kátakot

  Kátakot er frístundaheimilið við Klébergsskóla á Kjalarnesi og er staðsett í Klébergsskóla á stofugangi yngsta stigs, í stofum sín hvoru megin við bókasafnið.

  Síminn er: 5666083 á skrifstofutíma (8-15 mánud.-fimmtud. 8-13 föstud.) eða 695 5009 á starfstíma Kátakots.

  Verkefnastjóri Kátakots og tengiliður foreldra:

  Birna Jóhanna Ragnarsdóttir

  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  Aðrir starfsmenn Kátakots:

  • Anna Kristín Jakobsdóttir This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Ásthildur J. L. Kolbeinsdóttir This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Jóhanna Rut Czzowitz This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  Í Kátakoti er boðið upp á skipulagt frístundastarf og frjálsan leik. Litið er svo á að sá tími sem börnin dvelja hjá okkur sé þeirra frítími og því eðlilegt að þau hafi eitthvert val um hvernig honum skuli háttað.

  Kátakot mun leggja áherslu á barnalýðræði auk jákvæðni og fjölbreytileika. Einnig er lögð áhersla á gott samstarf milli foreldra, frístundaheimilis og skóla. 

  Frístundastyrkur

  Hægt er að nota frístundastyrk til að greiða niður vistunargjöld á frístundaheimili. Reykjavíkurborg er með frístundakortið. Þeir sem hafa lögheimili í Reykjavík hafa aðgang að því  í gegnum rafraen.reykjavik.is og geta greitt niður "námskeiðsgjöld" þegar búið er að skrá barnið hjá viðkomandi "félagi" og fá svo rukkun fyrir restinni ef einhver er. Þeir sem hafa lögheimili annars staðar sækja um styrk til síns sveitarfélags. Kjósarhreppur veitir einnig styrk en sótt er um hann eftir á og kvittun látin fylgja umsókn.

  Opnunartími Kátakots

  Kátakot er opið frá því að venjulegum skóladegi lýkur til kl. 17:00. Á starfsdögum skólans, foreldraviðtalsdögum og í jóla- og páskafríum er opið frá kl. 8.00 - 17:00 en skrá þarf börnin sérstaklega þá daga, þó á starfsfólk frístundaheimilsins rétt á 2 starfsdögum samtímis starfsfólki skólans.

  Í vetrarfríum skólans er lokað hjá okkur.

  Síðdegishressingin

  Börnin mæta í Kátakot um kl. 14:25. Starfsfólk sér um síðdegishressinguna milli kl. 14:40 og 15:00. Gjaldið fyrir síðdegishressinguna er innheimt á sama gíróseðli og vistunin.

  Í Kátakoti er boðið upp á brauð og yfirleitt nokkur álegg, súrmjólk, hrökkbrauð, grænmeti, flatkökur, rúgbrauð og fleira gott og spennandi. Við reynum að hafa síðdegishressinguna heimilislega með rólegu og þægilegu andrúmslofti. Einstaka sinnum er nýbakað bakkelsi.

  Read more

 • Gjaldskrá

  Gjaldskrá Frístundaheimila í Reykjavík frá 1. janúar 2016

  Ef tvö systkini eða fleiri eru í vistun á frístundaheimilum borgarinnar er veittur 75% afsláttur vegna annars barns en 100% vegna þriðja og fjórða barns af frístundagjaldi, skilyrði er að systkinin hafi sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá. Foreldrar greiða fullt fæðisgjald fyrir öll börnin.

  Þá er veittur systkinaafsláttur milli dagforeldra, leikskóla og frístundaheimila/frístundaklúbba þannig að 50% afsláttur er af gjöldum á frístundaheimili/frístundaklúbb ef barnið á systkini í leikskóla eða hjá dagforeldri. Ekki er veittur afsláttur af gjaldi fyrir síðdegishressingu

  Ef þjónusta er nýtt kl. 8.00-13.30 á foreldradögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það kr. 1.850 á dag. Á ofangreindum dögum geta börnin eftir sem áður dvalið á frístundaheimilunum frá kl. 13.30-17.00. Óskað er eftir skráningu á þessa daga sérstaklega á hverjum stað fyrir sig. Ekki er veittur systkinaafsláttur af viðbótarvistun á þessum dögum.

  Sjá vef Reykjavíkurborgar

  Read more

 • Umsókn

  Read more