Eineltisáætlun Klébergsskóla

Gegn einelti

Einelti er „endurtekið neikvætt eða illgirnislegt atferli eins eða fleiri nemenda/einstaklinga gegn nemanda/einstaklingi sem á erfitt með að verja sig“ (Olweus, 2002). Einelti í hvaða mynd sem er verður ekki liðið í skólanum. Það er sameiginlegt verkefni nemenda, forráðamanna, kennara og annarra starfsmanna skólans að koma í veg fyrir einelti. Fyrst og fremst komum við í veg fyrir einelti með því að sýna hvert öðru umhyggju og tillitsemi. Við eigum að virða rétt allra til að vera hver með sínu móti.

Umsjónarkennari heldur uppi fræðslu um einelti og er lykilmaður í fyrirbyggjandi aðgerðum í samvinnu við annað starfsfólk skólans. Allir bekkir fara eftir reglum Olweusar gegn einelti:

  • Við leggjum ekki aðra í einelti.
  • Við eigum að vera tilbúin til að aðstoða nemendur sem lagðir eru í einelti.
  • Við skiljum ekki útundan og eigum líka að vera með þeim sem oft eru einir.
  • Ef við vitum að einhver er lagður í einelti eigum við að segja einhverjum fullorðnum frá í skólanum og heima.

pdfEineltisáætlun Olweusar í Klébergsskóla

pdfVinnuferli við lausn eineltismála

Einelti, góð ráð til foreldra:

http://www.heimiliogskoli.is/media/files/1255963384/God_rad_til_foreldra.pdf