Flógyn

 • Um Flógyn

  Flógyn er félagsmiðstöð sem rekin er af Klébergsskóla í samvinnu við ÍTR og er staðsett í frístundaheimilinu Kátakoti á Kjalarnesi. Félagsmiðstöðin er fyrir nemendur í 8.-10.bekk Klébergsskóla.
  Akstur í félagsmiðstöðina er úr Kjósinni.

  Síminn er: 6642870
  Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  Facebook: www.facebook.com/flogyn

  Umsjónarmaður:

  Brynhildur Hrund Jónsdóttir This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  Aðrir starfsmenn

  Íris Bjarnadóttir frístundaleiðbeinandi

  Rannveig Ernudóttir frístundaleiðbeinandi

  Leiðarljós félagsmiðstöðvarinnar á Kjalarnesi

  Starfsfólk hefur það að leiðarljósi að tryggja öllum börnum og unglingum vellíðan og öryggi í starfi félagsmiðstöðvarinnar. Öllum líður vel þar sem gagnkvæm virðing ríkir og hver og einn er boðinn velkominn á eigin forsendum.

  Þekkir þú Landslögin?

  Samkvæmt lögum mega ungmenni yngri en 18 ára ekki reykja tóbak og ungmenni yngri en 20 ára ekki drekka áfengi. Önnur fíkniefni eru ólögleg á Íslandi. Starfsfólk félagsmiðstöðva virðir landslög og gilda þau að sjálfsögðu í öllu starfi félagsmiðstöðvanna. Ungmennum er ekki heimilt að hafa slík efni undir höndum í félagsmiðstöðvarstarfi og starfsfólk áskilur sér rétt til þess að leita að áfengi og öðrum vímuefnum í starfi og ferðum á vegum félagsmiðstöðvarinnar ef ástæða þykir til.

  Annars gildir.....

  Almenn kurteisi í samskiptum og umgengi í félagsmiðstöðinni eins og alls staðar annars staðar!

  Read more

 • Opnunartími Flógyn

  Flógyn er opin tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum fyrir unglingadeildina frá kl. 19:00 til 21:30. Á mánudögum byrjum við alltaf í íþróttahúsinu.kl. 19:00 og færum svo okkur yfir í Flógyn

  Fyrir miðstig er opið á miðvikudögum frá kl. 17:00 til 19:30. Við byrjum alltaf í íþróttahúsinu kl. 17:00 og færum okkur svo yfir í Flógyn.

  Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar má breyta opnunartímanum ef svo ber undir.

  Read more