Meistaraflokkur Klébergsskóla

Meistarali_Klbergsskla

Fréttir herma að í Klébergsskóla leynist meistaralið í fótbolta, en í lok prófaviku kepptu starfsmenn skólans við 10. bekkinn eins og hefð er fyrir í lok skólaársins. Starfsmennirnir náðu yfirhöndinni í seinni part leiksins þrátt fyrir einvalalið í 10. bekknum. Eitthvað var 10. bekkurinn ósáttur við dómgæsluna en stoðsending frá dómaranum tryggði starfsmönnum Klébergsskóla sigurinn. Þess má geta að fyrir stuttu var ráðinn starfsmaður sem keppir með meistaraflokki í fótbolta, en ekki er vitað hvort sú ráðning tengist þessum "leik" í lok skólaársins. Innocent sjá fleiri myndir

Nemendur 10. bekkjar fengu þó uppreisn æru þegar tekist var á í reiptogi yfir sundlaugina strax á eftir en þá báru þeir sigur úr bítum.

Reiptogi

Skólaþing 4. júní

Þriðjudaginn, 4. júní verður Skólaþing Klébergsskóla haldið í sal skólans. Þetta er þriðja árið sem þingið er haldið og er sem fyrr gott tækifæri fyrir aðila skólasamfélagsins til að hafa áhrif á stefnu Klébergsskóla. Skólaþingið er fyrir alla foreldra, nemendur og starfsmenn. Það hefst kl. 18 og stendur í rúmlega klukkustund.

Lesa >>