Uncategorized
7. bekkur – Skólabúðir að Reykjum
Nemendur 7. bekkjar fóru í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði fyrr í mánuðinum.
NánarÚtskrift 10. bekkjar
Þá er 10. bekkurinn útskrifaður og floginn á vit ævintýranna. Við óskum þeim velfarnaðar í leik og starfi og vonandi frekara námi og þökkum samfylgdina. Gleðilegt sumar!
NánarVorferðir og þemadagar
Vorferðirnar voru í upphafi vikunnar í prýðisveðri og fór hvert stig í sína ferð. 8. og 9. bekkur fóru í Árbæjarsafnið og í Klifurhúsið og spreyttu sig á mismunandi bröttum klifurveggjum. Sumir hreinlega klifruðu ,,yfir sig“. Miðstigið fór í Alþingishúsið og á ,,Ylströndina í Nauthólsvík“ og yngsta stigið fór á Byggðasafnið á Akranesi. Þemadagarnir komu…
Nánar,,Gaggó Vest“
Föstudagssamveran í morgun bar þess merki að samkomutakmörkunum hefur verið létt, foreldrar fengu að horfa á nemendur 6. bekkjar flytja atriði sem búið er að æfa síðustu vikur, ,,Gaggó vest” ásamt fleiri atriðum. Krakkarnir enduðu svo á að fá áhorfendur til að syngja með og dansa í restina, við góðar undirtektir.
NánarKrakkarnir í hverfinu
Föstudaginn 12. febrúar fengu nemendur í 1. og 2. bekk að sjá brúðuleikhúsið Krakkarnir í hverfinu. Krakkarnir í hverfinu er forvarnarfræðsla á vegum Blátt áfram samtakanna og fjallar um hvers kyns ofbeldi gagnvart börnum. Brúðuleikhúsið er af erlendri fyrirmynd og er sett upp með það fyrir augum að vekja börn á grunnskólaaldri til vitundar um ofbeldi. Verkefnið er hluti af…
NánarTækni og vísindi
Áhuginn leynir sér ekki hjá nemendum 6. og 7. bekkjar sem eru að vinna með rafmagn, ljós og mótora. Hér er verið að kanna ýmsar tengingar. Spennandi!
NánarSmákökur og kakó með rjóma!
Foreldrafélag Klébergsskóla tók sig til og bauð nemendum upp á kakó með rjóma og smákökur ýmist til að skreyta eða bara njóta. Nemendur voru himinglaðir og voru í essinu sínu að skreyta piparkökur, jólakort eða bara stofuna sína yfirleitt, ef þau þá sátu ekki bara og spiluðu og hlustuðu á jólatónlist. Nemendur Klébergsskóla þakka kærlega…
Nánar,,Gimsteinar á jörðunni“
Í síðustu viku áttu börnin á Bergi skemmtilega stund í útikennslustofunni. Þau fóru með vasaljósin að leita að endurskinsmerkjum sem björgunarsveitin Kjölur gaf leikskólanum. Endurskinsmerkin glitra svo fallega á jörðinni í dimmunni þegar geislinn af vasaljósunum lendir á þeim. Börnunum fannst þetta vera geimsteinar/gimsteinar á jörðinni 😊 Svo fengum við okkur kakó og piparkökur 😊
NánarAllt skólahald fellur niður 14. febrúar 2020!
(English below) Allt skólahald fellur niður í Klébergsskóla, Leikskólanum Berg og í frístundaheimilinu Kátakoti föstudaginn 14. febrúar vegna ofsaveðurs. Skólastjórnendur Klébergsskóla School-closure in Klébergsskóli, in Berg Primary school and in Kátakot leisure home Friday February 14th due to bad weather. Headmaster of Klébergsskóli
Nánar