Skip to content
19 feb'21

Krakkarnir í hverfinu

Föstudaginn 12. febrúar fengu nemendur í 1. og 2. bekk að sjá brúðuleikhúsið Krakkarnir í hverfinu. Krakkarnir í hverfinu er forvarnarfræðsla á vegum Blátt áfram samtakanna og fjallar um hvers kyns ofbeldi gagnvart börnum. Brúðuleikhúsið er af erlendri fyrirmynd og er sett upp með það fyrir augum að vekja börn á grunnskólaaldri til vitundar um ofbeldi. Verkefnið er hluti af…

Nánar
11 feb'21

Tækni og vísindi

Áhuginn leynir sér ekki hjá nemendum 6. og 7. bekkjar sem eru að vinna með rafmagn, ljós og mótora.  Hér er verið að kanna ýmsar tengingar. Spennandi!

Nánar
10 des'20

Smákökur og kakó með rjóma!

Foreldrafélag Klébergsskóla tók sig til og bauð nemendum upp á kakó með rjóma og smákökur ýmist til að skreyta eða bara njóta. Nemendur voru himinglaðir og voru í essinu sínu að skreyta piparkökur, jólakort eða bara stofuna sína yfirleitt, ef þau þá sátu ekki bara og spiluðu og hlustuðu á jólatónlist. Nemendur Klébergsskóla þakka kærlega…

Nánar
01 des'20

,,Gimsteinar á jörðunni“

Í síðustu viku áttu börnin á Bergi skemmtilega stund í útikennslustofunni. Þau fóru með vasaljósin að leita að endurskinsmerkjum sem björgunarsveitin Kjölur gaf leikskólanum. Endurskinsmerkin glitra svo fallega á jörðinni í dimmunni þegar geislinn af vasaljósunum lendir á þeim. Börnunum fannst þetta vera geimsteinar/gimsteinar á jörðinni 😊 Svo fengum við okkur kakó og piparkökur 😊

Nánar
13 feb'20

Allt skólahald fellur niður 14. febrúar 2020!

(English below) Allt skólahald fellur niður í Klébergsskóla, Leikskólanum Berg og í frístundaheimilinu Kátakoti föstudaginn 14. febrúar vegna ofsaveðurs. Skólastjórnendur Klébergsskóla School-closure in Klébergsskóli, in Berg Primary school and in Kátakot leisure home Friday February 14th due to bad weather. Headmaster of Klébergsskóli

Nánar
23 okt'19

Vetrarfrí í Klébergsskóla

Vetur konungur er farinn að láta á sér kræla enda vetrarfrí í uppsiglingur hjá Klébergsskóla frá og með 24. október til og með 28. október.  Frístundaheimilið Kátakot, Félagsmiðstöðin Flógyn og Tónlistarskólinn á Klébergi verða einnig í vetrarfríi. Opið verður í Íþróttamiðstöðinni og Klébergslaug og Leikskólinn Berg verður einnig starfræktur á þessum tíma. Við þökkum öllum…

Nánar
01 mar'19

Þú ert á pósthúsinu! ;)

  „Læknir, læknir ég held ég sé að verða blindur!“ Pósthússtjórinn: „Já, það held ég líka, þú ert á pósthúsinu“. Nemendur og starfsfólk Klébergsskóla, ásamt foreldrum barna í 6. og 7. bekk, skemmti sér konunglega í sal skólans í morgun þegar nemendur úr 6. og 7. bekk voru með skemmtun í salnum.  Þau skelltu sér…

Nánar
03 jan'19

Gleðilegt nýtt ár

Þá er komið nýtt ár. Leikskólinn Berg , Frístundaheimilið Kátakot og Íþróttamiðstöðin á Klébergi hafa verið opin milli hátíðanna. Klébergsskóli, Tónlistarskólinn á Klébergi og Félagsmiðstöðin Flógyn eru nú komin úr jólafríi. Við hlökkum til þeirra verkefna sem nýtt ár færir okkur. (mynd eftir Helenu í 5. bekk Klébergsskóla)

Nánar
12 des'18

Jólatónleikarnir vel sóttir

Nú eru allir þrír jólatónleikar Tónlistarskólans á Klébergi yfirstaðnir. Foreldrar og forráðamenn fjölmenntu svo tónlistarstofan var pakkfull í öll skiptin. Við smelltum af nokkrum myndum eins og vera ber.

Nánar