Skip to content
19 des'22

Jólakveðja

Leikskólinn Berg verður opinn út Þorláksmessu, en fyrir þau börn sem hafa verið skráð er opið milli jóla og nýárs (þau börn sem eru skráð í fríi 27.-30. desember fá niðurfellingu leikskólagjalda þann tíma), en lokað verður á aðfangadag og fram yfir annan í jólum. Leikskólinn starfar svo óbreytt frá 2. janúar á nýju ári.…

Nánar
06 okt'22

Mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn ásamt samstarfsfólki

Við fengum heimsókn í dag frá  herra Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra ásamt þremur af samstarfsfólki hans. Þetta var stutt innlit – óformleg heimsókn í tilefni af kjördæmaviku ráðherra. Hann  staldraði við hjá okkur í um klukkutíma. Sigrún Anna og Brynhildur tóku á móti þeim með stuttri kynningu í salnum og náðu þau að…

Nánar
15 sep'22

Blóm fegra umhverfið

Einn íbúi hverfisins var svo séður að sækja um styrk til fegrunar umhverfisins með gróðursetningu í hverfinu okkar. Hluti styrksins fór í að setja Haust-Erikur í ,,fuglabaðið“ fyrir framan skólann. Ekki amalegt það!

Nánar
30 maí'22

Vortónleikar

Á miðvikudaginn sem leið voru vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi. Nær allir nemendur tónlistarskólans tóku þátt og spiluðu að a.m.k. eitt af þeim verkum sem þau hafa verið að vinna að í vetur. Við þökkum nemendum tónlistarskólans  framlag þeirra til tónleikanna sem og tónlistarkennurunum.  Starfi tónlistarskólans er þar með formlega lokið þetta skólaárið.

Nánar
06 apr'22

Undirbúningur fyrir árshátíð í fullum gangi

Æfingar fyrir árshátíð hafa staðið yfir síðustu vikur og daga. Á morgun verður stóri dagurinn og hefst árshátíðin kl. 17:30.  Það verður gaman að sjá herlegheitin og vonandi verða allir frískir og sprækir fyrir hátíðina.

Nánar
12 jan'22

Færðu ekki svar?

Á nýja árinu voru gömlu símanúmerin tekin úr sambandi svo nú er eingöngu hægt að hringja til okkar með nýju símanúmerunum. Aðalnúmerið er alltaf efst á heimasíðunni okkar en númerin eru eftirfarandi: Klébergsskóli skrifstofa      4117170 (8:00-15:30 mán.-fim. 8:00-13:00 fös.) Leikskólinn Berg                4117171 Frísundaheimilið Kátakot   4117172 /…

Nánar
21 maí'21

Ljúfir tónar í vorblíðunni

Vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi fóru fram í aðalsal Klébergsskóla í gær. Flestir nemendur skólans fluttu tónverk ýmist einir síns liðs, með kennara eða samnemendum. Þar kenndi ýmissa grasa og gátu foreldrar loksins fengið að koma og njóta afraksturs barna sinna í tónlistarskólanum.              

Nánar
11 maí'21

Vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi

Vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi verða haldnir fimmtudaginn 20. maí kl. 17:00  í aðalsal Klébergsskóla. Gert er ráð fyrir að þeir standi í rúma klukkustund. Nú hafa sóttvarnarreglur verið rýmkaðar svolítið svo við getum boðið foreldrum að koma í hús en biðjum ykkur að vera með grímu og virða fjarlægðarmörk. Við verðum þó að takmarka gesti eingöngu…

Nánar