Tónlistarskólinn
Jólakveðja
Leikskólinn Berg verður opinn út Þorláksmessu, en fyrir þau börn sem hafa verið skráð er opið milli jóla og nýárs (þau börn sem eru skráð í fríi 27.-30. desember fá niðurfellingu leikskólagjalda þann tíma), en lokað verður á aðfangadag og fram yfir annan í jólum. Leikskólinn starfar svo óbreytt frá 2. janúar á nýju ári.…
NánarMennta- og barnamálaráðherra í heimsókn ásamt samstarfsfólki
Við fengum heimsókn í dag frá herra Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra ásamt þremur af samstarfsfólki hans. Þetta var stutt innlit – óformleg heimsókn í tilefni af kjördæmaviku ráðherra. Hann staldraði við hjá okkur í um klukkutíma. Sigrún Anna og Brynhildur tóku á móti þeim með stuttri kynningu í salnum og náðu þau að…
NánarBlóm fegra umhverfið
Einn íbúi hverfisins var svo séður að sækja um styrk til fegrunar umhverfisins með gróðursetningu í hverfinu okkar. Hluti styrksins fór í að setja Haust-Erikur í ,,fuglabaðið“ fyrir framan skólann. Ekki amalegt það!
NánarVortónleikar
Á miðvikudaginn sem leið voru vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi. Nær allir nemendur tónlistarskólans tóku þátt og spiluðu að a.m.k. eitt af þeim verkum sem þau hafa verið að vinna að í vetur. Við þökkum nemendum tónlistarskólans framlag þeirra til tónleikanna sem og tónlistarkennurunum. Starfi tónlistarskólans er þar með formlega lokið þetta skólaárið.
NánarUndirbúningur fyrir árshátíð í fullum gangi
Æfingar fyrir árshátíð hafa staðið yfir síðustu vikur og daga. Á morgun verður stóri dagurinn og hefst árshátíðin kl. 17:30. Það verður gaman að sjá herlegheitin og vonandi verða allir frískir og sprækir fyrir hátíðina.
NánarÁhrif breyttra reglna um sóttkví á skólastarf
Hér eru upplýsingar um gildandi reglur um sóttkví og smitgát https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/01/25/Ahrif-breyttra-reglna-um-sottkvi-a-skolastarf/
NánarFærðu ekki svar?
Á nýja árinu voru gömlu símanúmerin tekin úr sambandi svo nú er eingöngu hægt að hringja til okkar með nýju símanúmerunum. Aðalnúmerið er alltaf efst á heimasíðunni okkar en númerin eru eftirfarandi: Klébergsskóli skrifstofa 4117170 (8:00-15:30 mán.-fim. 8:00-13:00 fös.) Leikskólinn Berg 4117171 Frísundaheimilið Kátakot 4117172 /…
NánarLjúfir tónar í vorblíðunni
Vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi fóru fram í aðalsal Klébergsskóla í gær. Flestir nemendur skólans fluttu tónverk ýmist einir síns liðs, með kennara eða samnemendum. Þar kenndi ýmissa grasa og gátu foreldrar loksins fengið að koma og njóta afraksturs barna sinna í tónlistarskólanum.
NánarVortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi
Vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi verða haldnir fimmtudaginn 20. maí kl. 17:00 í aðalsal Klébergsskóla. Gert er ráð fyrir að þeir standi í rúma klukkustund. Nú hafa sóttvarnarreglur verið rýmkaðar svolítið svo við getum boðið foreldrum að koma í hús en biðjum ykkur að vera með grímu og virða fjarlægðarmörk. Við verðum þó að takmarka gesti eingöngu…
Nánar