Skip to content
03 apr'20

Skólahald í Klébergsskóla eftir páska

Samkomubannið hefur verið framlengt til 3. maí. Við gerum ráð fyrir sama fyrirkomulagi á skólastarfinu í Klébergsskóla út apríl, kennsla frá kl. 8:15-11:15 og Kátakot opið til kl. 15 fyrir þá sem þar eru á skrá. Félagsmiðstöðvarstarfið liggur niðri. Kennarar tónlistarskólans verða í sambandi við sína nemendur. Ekki hefur verið dregið úr kröfum varðandi hópastærðir…

Nánar
13 mar'20

STARFSDAGUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDASTARFI Á MÁNUDAG

(English and Polish below) Íslenska: STARFSDAGUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDASTARFI Á MÁNUDAG Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs…

Nánar
06 mar'20

Upplýsingar vegna fyrirhugaðs verkfalls starfsfólks í Sameyki

Kæru foreldrar Allt starfsfólk í Sameyki sem starfar í grunnskólum og á frístundaheimilum fer í ótímabundið verkfall frá og með 9. mars hafi ekki samist fyrir þann tíma. Ljóst er að verkfall mun hafa mikil áhrif á skólastarf og má gera ráð fyrir að ekki sé hægt að halda úti skólastarfi án þessara starfsmanna og…

Nánar
03 mar'20

Upplýsingar v/Covid-19

Vegna smithættu biðjum við foreldra og nemendur  vinsamlegast að gæta þess að fara eftir leiðbeiningum frá landlækni. sjá landlaeknir.is

Nánar
19 des'19

Gleðilega hátíð 2019!

(myndin er eftir Heiðdísi Björk Magnúsdóttur nemanda í Klébergsskóla) Við óskum öllum börnum og nemendum  á Klébergi og fjölskyldum Gleðilegra jóla, farsældar hamingju og friðar á nýju ári. Þökkum allar stundir á líðandi ári. Hlökkum til að sjá ykkur aftur á því nýja. Starfsfólkið á Klébergi

Nánar
12 maí'19

Vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi

Laugardaginn 18. maí kl. 11:00 verður blásið til vortónleika Tónlistarskólans á Klébergi. Nær allir nemendur skólans munu flytja allavega eitt tónverk af þeim verkum sem þeir hafa verið að æfa í vetur. Allir eru velkomnir!

Nánar
04 apr'19

Árshátíðir framundan

Föstudagskvöldið 5. apríl er árshátíð unglinganna  í Klébergsskóla og er hefð fyrir því að bjóða 7. bekknum með. Sú hátíð hefst kl. 19:30 í sal Klébergsskóla og stendur fram til kl. 22:30. Nemendur 1.-7. bekkjar verða svo með sína árshátíð fimmtudaginn 11. apríl kl. 17:30. Æfingar á árshátíðaratriðum standa nú yfir og leikmunagerð komin í…

Nánar
12 des'18

Jólatónleikarnir vel sóttir

Nú eru allir þrír jólatónleikar Tónlistarskólans á Klébergi yfirstaðnir. Foreldrar og forráðamenn fjölmenntu svo tónlistarstofan var pakkfull í öll skiptin. Við smelltum af nokkrum myndum eins og vera ber.

Nánar