Skip to content
30 sep'20

5 ára börn og 5. bekkingar gera sér glaðan dag

5 ára krakkarnir á Bergi og 5. bekkur Klébergsskóla gerðu sér glaðan dag í gær og fengu heitt kakó og nýbakaðar jafrakökur á meðan þau hlustuðu á söguna um Esju tröllskessu og hvalinn vin hennar sem bjó í Hvalfirði.

Nánar
18 sep'20

Sameiginleg útkennsla skólahóps á leikskólanum og 5. bekk Klébergsskóla

Skólahópurinn á Leikskólanum Berg og nemendur 5. bekkjar i Klébergsskóla fóru í sameiginlega útikennslu. Útikennslan fólst í því að skoða nærumhverfið telja tunnur, kisur, bíla og fugla. Þeir voru líka að skoða númerin á húsunum hvar eru oddatölur, sléttar tölur og hvað eru oddatölur og hvað eru sléttar tölur. Við leyfum myndunum að segja rest.…

Nánar
16 sep'20

Kartöfluupptekt á Bergi

  Börnin á Bergi settu niður kartöflur og grænmeti í vor og nú eru þau búin að taka kartöflurnar upp og borðuðu þær í gær með kjötbollum.

Nánar
08 sep'20

Fréttir frá elstu börnunum á Bergi

  Í vikunni sem leið fóru elstu börn á leikskólanum með 5 bekk í Klébergsskóla í útikennslu. Það tókst mjög vel og allir skemmtu sér vel. Við erum að vinna með nærumhverfið, skoða hvað við sjáum í kringum okkur hvað hverfið okkar heitir og nánasta umhverfi. Við enduðum svo í fjörunni, fórum í bingó og…

Nánar
28 ágú'20

Leiksýningin Bakkabræður á Klébergi

Klébergsskóli og Leikskólinn Berg býr svo vel að hafa foreldrafélag sem  stendur fyrir hinum ýmsu viðburðum fyrir börn og nemendur þessarra tveggja skóla. Bakkabræður, leiksýning á vegum Leikhópsins Lotta, var sýndur í gær fyrir alla nemendur Klébergsskóla og elstu börn Leikskólans Berg. Þessu var kostað til með fjárstyrk sem Foreldrafélagið sótti um hjá Sumarborginni, verkefni…

Nánar
13 mar'20

STARFSDAGUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDASTARFI Á MÁNUDAG

(English and Polish below) Íslenska: STARFSDAGUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDASTARFI Á MÁNUDAG Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs…

Nánar
13 mar'20

Upplýsingar um skólahald

Skólastjóri mun senda öllum foreldrum upplýsingar í tölvupósti í dag, um tilhögun skólahalds næstu vikna í leikskóla- og grunnskólastarfi.

Nánar