Skip to content
06 okt'22

Mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn ásamt samstarfsfólki

Við fengum heimsókn í dag frá  herra Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra ásamt þremur af samstarfsfólki hans. Þetta var stutt innlit – óformleg heimsókn í tilefni af kjördæmaviku ráðherra. Hann  staldraði við hjá okkur í um klukkutíma. Sigrún Anna og Brynhildur tóku á móti þeim með stuttri kynningu í salnum og náðu þau að…

Nánar
23 sep'22

Ólympíuhlaup í blíðaveðri

Nemendur Klébergsskóla ásamt nokkrum starfsmönnum hlupu hið árlega Ólympíuhlaup í ár. Veðrið lék við mannskapinn og fóru fleiri en færri 10 km. Nokkrir nemendur á miðstigi hlupu 12,5 km þeir Stefán, Brynjar og Alfreð, nokkrir á unglingastigi fóru 17,5 km, þeir Bjarki Mathias og Dmitri og  kom hann í mark langt á undan þeim sem…

Nánar
21 sep'22

Poppað úti

„Nemendur 1.-3. bekkjar drifu sig í svolítið poppævintýri með kennurum sínum í útikennsluvikunni sl. fimmtudag. Maís var poppaður í sigtum í eldstæði útikennslustofunnar. Spennandi verkefni sem endaði með smá popp-smakki.“

Nánar
21 sep'22

Þemavinna á miðstigi

Við nemendur í 4.-7. bekk höfum verið að læra um geitunga í þema og lukum þeirri vinnu í lok síðustu viku. Við vorum svo heppin að okkur áskotnaðist geitungabú á stærð við lítinn fótbolta og gátum því rannsakað það vel og byggingagerð þess að utan sem innan ásamt því að skoða íbúa þess í smásjá.…

Nánar
15 sep'22

Útikennslan nýtt til fullnustu

Nemendur 1. bekkjar æfðu sig í að þræða laufblöð, fífla og annað sem þau fundu í náttúrunni upp á band. Þau sáu margt fallegt í laufblöðunum og bjuggu til hálsmen, óróa, armband og kanínufóður.

Nánar
15 sep'22

Blóm fegra umhverfið

Einn íbúi hverfisins var svo séður að sækja um styrk til fegrunar umhverfisins með gróðursetningu í hverfinu okkar. Hluti styrksins fór í að setja Haust-Erikur í ,,fuglabaðið“ fyrir framan skólann. Ekki amalegt það!

Nánar