Skip to content
23 jan'23

36 félagsmiðstöðvar kepptu í STÍL

Um helgina var Stíll, hin árlega hönnunarkeppni Samfés á milli félagsmiðstöðva, þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem er ákveðið af ungmennaráði Samfés en þemað í ár var ,,Gylltur glamúr“. Keppnin hefur oftast farið fram í nóvember ár hvert, en frestaðist þetta skólaárið fram til janúar. Okkar fólk…

Nánar
23 jan'23

Skíðaferð í Grafarvog – 2. og 3. bekkur 

Skíðað á skólatíma með 2. bekk er tilraunaverkefni á skóla- og frístundasviði í umsjón Miðstöðvar útivistar og útináms, Gufunesbæ. Verkefnið er samstarfsverkefni MÚÚ, Skíðasvæðanna í borginni og þeirra grunnskóla í Reykjavík sem vilja taka þátt.  Markmið verkefnisins er að:  gefa nemendum í 2. bekk tækifæri til að prófa skíði  fá reynslu í móttöku skólahópa á…

Nánar
19 jan'23

Keppendur Klébergsskóla í STÍL

Í haust gafst nemendum á unglingastigi kostur á að velja valgrein sem kallast STÍLL. Markmiðið var að senda hóp frá Klébergsskóla til þess að taka þátt í STÍL sem er árleg hönnunarkeppni á vegum Samfés en þemað í ár er Gylltur Glamúr. Valáfanginn var byggður upp á þann hátt að allir þátttakendur í valinu fengu…

Nánar
13 jan'23

Langar þig að vinna með skólabörnum og íbúum á Kjalarnesi?

Óskað er eftir öflugum starfsmanni í 55% starf í nýtt samrekið almennings- og skólasafn á Kjalarnesi. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir mikilli samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð. Starfið krefst metnaðar, skipulagshæfni og sveigjanleika. Borgarbókasafnið Klébergi er nýtt samrekið almennings- og skólabókasafn sem staðsett er í Klébergsskóla. Safnið mun sinna…

Nánar
19 des'22

Jólakveðja

Leikskólinn Berg verður opinn út Þorláksmessu, en fyrir þau börn sem hafa verið skráð er opið milli jóla og nýárs (þau börn sem eru skráð í fríi 27.-30. desember fá niðurfellingu leikskólagjalda þann tíma), en lokað verður á aðfangadag og fram yfir annan í jólum. Leikskólinn starfar svo óbreytt frá 2. janúar á nýju ári.…

Nánar
19 des'22

Þeir eru stórhuga…!

Jólamatnum voru gerð góð skil í föstudagshádeginu, þegar starfsfólk Klébergsskóla þjónaði nemendur til borðs á árlegum jólamat í skólanum. Hangikjötið, hinn þjóðlegi réttur borinn fram með kartöflum, uppstúf, grænum baunum, rauðkáli og ,,Waldorfs-salati“ rann út og rann niður með jólaölinu maltöli og appelsíni. Vanilluís í eftirrétt með tilheyrandi sósum, klikkaði ekki. Sigrún Rúnarsdóttir spilaði nokkur…

Nánar
15 des'22

Jóla-hvað? Einmitt það!

Nú er allt ,,jóla-“ komið í fullan gang og nær hápunkti næstu þrjá skóladaga. Jólatónfundirnir voru síðustu daga og var gaman að heyra hvað krakkarnir eru búnir að vera að æfa sig á. Jólaskreytingarnar á hurðum skólans eru í algleymingi og undirbúningur jólaskemmtunarinnar er rétt að klárast. Sjáumst vonandi öll með 1.-6. bekk kl. 17…

Nánar