Skip to content
08 sep'21

Áslaug kvödd!

Áslaug okkar Þorsteinsdóttir er að ljúka störfum hjá Klébergsskóla. Hún hefur starfað sem kennari í Klébergsskóla frá árinu 1978 og hefur því lengstan starfsaldur þeirra sem hér starfa. Við þökkum Áslaugu fyrir vel unnin störf.

Nánar
31 ágú'21

FAB Lab-heimsókn

Nemendur 6. og 7. bekkjar fóru í kynningarheimsókn í FABLAB Reykjavík, sem staðsett er í Fjölbraut í Breiðholti. Nemendur fengu frábæra kynningu á þeim möguleikum sem boðið er upp á.  Nú munu þeir hugsa sig vandlega um hvernig þeir geti nýtt þessa tækni við verkefni sem þau eru að vinna í Harry Potter þemanu.

Nánar
17 ágú'21

Skólasetning

Skólasetning Klébergsskóla verður mánudaginn 23. ágúst. Að þessu sinni verður skólasetningin þrískipt og nemendur koma með einu foreldri á eftirfarandi tímum: Kl. 8:15 – nemendur 8. – 10. bekkjar Kl. 9:15 – nemendur 4. – 7. bekkjar Kl. 10:30 – nemendur 2. og 3. bekkjar Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir sérstaklega í viðtöl þennan dag.…

Nánar
10 jún'21

Klébergsskóla slitið í 92. sinn

Þá er búið að útskrifa 10. bekkinn og Klébergsskóla slitið í 92. sinn. Við óskum útskriftarnemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju og kveðjum þau með söknuði. Gleðilegt sumar!

Nánar
08 jún'21

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs 2021

Í ár hlaut Elmar Darri Ríkarðsson Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur 2021, af nemendum Klébergsskóla. Verðlaunin hlýtur hann fyrir að hafa tekið miklum framförum í námi og sjálfstæðum vinnubrögðum undanfarin tvö ár. Elmar Darri sinnir öllum verkefnum af áhuga og metnaði, líka þeim verkefnum sem eru tímafrek og krefjandi. Elmar er mjög samviskusamur og jákvæður…

Nánar
07 jún'21

Skólaslit og útskrift

Skólaslit Klébergsskóla verða óhefðbundin þetta vorið eins og síðastliðið vor. Þrátt fyrir að höft almannavarna á samkomur hafi verið rýmkuð er okkur ráðlagt að halda ekki samkomur þar sem erfitt er að tryggja fjarlægð á milli fólks. Nemendur verða kvaddir hátíðlega 9. júní með grillveislu. 10. júní munu síðan umsjónarkennarar hringja í foreldra nemenda í…

Nánar
27 maí'21

6. og 7. bekkur græða landið

Skólinn fékk úthlutað nokkrum trjáplöntum úr Yrkjusjóði og héldu nemendur í 6. og 7. bekk af stað í gær til að gróðursetja þær. Áður höfðu þau fengið fræðslu á vef Yrkjusjóðs um hvernig þau ættu að bera sig að. Yrkja – sjóður æskunnar til ræktunar landsins hefur það að markmiði að kaupa trjáplöntur fyrir grunnskólanemendur…

Nánar
17 maí'21

Útikennsla

bekkur að vinna verkefni í íslensku og stærðfræði úti við.

Nánar
12 maí'21

Forritunarkennsla í 8. bekk

  Upp á síðkastið hefur 8. bekkur  verið að æfa sig í forritun á Sphero kúlum sem við köllum Kúlus á íslensku. Við höfum nýtt okkur góða veðrið og nýtt plássið úti eins og sést á myndunum. Nemendur hafa verið að forrita Kúlusana til að búa til form, haga sér eins og teningur og síðan…

Nánar