Skip to content
16 okt'20

Haustlauf

Þótt gróðurinn fölni og trén felli laufin eftir næturfrost má gleðjast og leika sér í haustlaufinu. Hver tíð hefur sinn sjarma.

Nánar
02 okt'20

7. bekkingar hrepptu ,,Gullskóinn“

  Á föstudagssamveru í dag voru úrslit átaksins ,,Göngum í skólann“ kynnt. Það var mjótt á munum en  nemendur 7. bekkjar notuðu oftast  virkan ferðamáta í skólann og hrepptu þar með Gullskóinn í ár. 5. bekkur tók svo við samverunni og skemmtu skólafélögum og starfsfólki og stóðu sig með glans, en þau voru einmitt bekkurinn…

Nánar
30 sep'20

5 ára börn og 5. bekkingar gera sér glaðan dag

5 ára krakkarnir á Bergi og 5. bekkur Klébergsskóla gerðu sér glaðan dag í gær og fengu heitt kakó og nýbakaðar jafrakökur á meðan þau hlustuðu á söguna um Esju tröllskessu og hvalinn vin hennar sem bjó í Hvalfirði.

Nánar
25 sep'20

Töfradrykkur

Fyrsti bekkur blandaði töfradrykk í heimilisfræði í vikunni. Í drykkinn for 2 dl sólberjasafi, 5 dl eplasafi, 8 dl vatn og fullt af klaka. Þetta var ekki slæmt.

Nánar
25 sep'20

Útikennsluvika – yngsta stig

  Við á yngsta stiginu notuðum útikennslu meðal annars með því að kríta algengustu orðin úti á skólalóð. Síðan var gengið um lóðina og þau lesin. Einnig fórum við í göngutúr um hverfið og tíndum helling af rifsberjum og sólberjum sem þau ætla svo að sulta í heimilisfræði. Útikennsluvikan gekk vel hjá okkur og við…

Nánar
21 sep'20

Æfing í mælingum í útikennslu

  Það var fjör í útikennslusmiðjunni hjá miðstiginu. Krakkarnir voru að æfa sig að veiða upp lítinn hlut fyrir komandi mælingar sem verða vonandi í vetur.

Nánar
18 sep'20

Sameiginleg útkennsla skólahóps á leikskólanum og 5. bekk Klébergsskóla

Skólahópurinn á Leikskólanum Berg og nemendur 5. bekkjar i Klébergsskóla fóru í sameiginlega útikennslu. Útikennslan fólst í því að skoða nærumhverfið telja tunnur, kisur, bíla og fugla. Þeir voru líka að skoða númerin á húsunum hvar eru oddatölur, sléttar tölur og hvað eru oddatölur og hvað eru sléttar tölur. Við leyfum myndunum að segja rest.…

Nánar
18 sep'20

Endurskinsmerki

Nú fer að styttast í að nemendur komi í skólann í myrkri. Þá er nauðsynlegt að huga að endurskinsmerkjum. Á þessari síðu er hægt að nálgast ýmsislegt fróðlegt og skemmtilegt. Sjáumst öll vel í myrkrinu 🙂

Nánar