Skip to content
25 nóv'22

Hefurðu heyrt um fílinn sem …?

4. bekkur sá um samveru á sal í morgun. Þau voru vel undirbúin  og fengu skólasystkini sín til liðs við sig í hina ýmsu leiki, ásamt því að segja þó nokkra brandara. Við þökkum 4. bekk fyrir skemmtunina!

Nánar
17 nóv'22

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaunin eru nú veitt í sextánda sinn í tilefni af degi íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur árlega, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu og töluðu og rituðu máli.  Verlaunin voru afhend í Norðurljósasal Hörpu tónlistarhúsi.…

Nánar
16 nóv'22

Ó, guð vors lands!

…sungu börnin í Klébergsskóla af krafti á Degi íslenskrar tungu í lokastund þemavinnu í tilefni dagsins. Hluti þemavinnunnar var að læra nýja skólasönginn á Klébergi e. Sigþór Magnússon fyrrum skólastjóra og smíðakennara í Klébergsskóla við lag Sveinbjörns Grétarssonar (Greifa), Kvæðið um fuglana e. Davíð Stefánsson við lag Atla Heimis Sveinssonar og Íslenskuljóðið e. Þórarinn Eldjárn,…

Nánar
31 okt'22

Leikhópurinn Lotta kom í Klébergsskóla

Í síðustu viku fengum við að sjá leikritið Pínulitla Mjallhvít í flutningi leikhópsins Lottu. Það var foreldrafélag Klébergsskóla sem fékk styrk frá verkefninu Borgin okkar 2022 og fengum við að njóta þess.

Nánar
20 okt'22

Þemakynning og kaffihús

Í tilefni þemadaga buðu nemendur gestum sínum í skoðunarferð um skólann sinn í dag. Í matsalnum hafði verið sett upp ,,standandi“ kaffihús með kleinum og kruðeríi og fengu gestir ,,Vegabréf“ svo þeir rötuðu um skólann þar sem nemendur og gestir gátu skoðað verkefni þemavinnunnar og fundið staf á hverri ,,stöð“ fyrir lausnarorð á vegabréfinu. Gestirnir…

Nánar