Skip to content
11 mar'21

Olweusarkönnunin

Olweusarkönnunin var lögð fyrir nemendur í 4. – 10. bekk í byrjun mars. Fyrirlögn gekk almennt mjög vel. Könnunin er lögð fyrir á ári hverju og er hluti af eineltisáætlun skólans. Farið verður í úrvinnslu á niðurstöðum á næstum dögum og þær kynntar fyrir starfsmönnum og foreldrum í kjölfarið.

Nánar
05 mar'21

Framlag Klébergsskóla á Stóru Upplestrarkeppnina

Upplestrarkeppnin, sem nemendur í 7. bekk hafa verið að æfa sig fyrir undanfarið, var haldin á sal í morgun að viðstöddum nemendum í 4., 5. og 6. bekk.  Dómnefndin, sem í voru Jóhanna, Sandra og Unnur, tók sér tíma eftir keppnina til að velja bestu lesarana og á meðan fengu allir þátttakendur, ásamt áhorfendum, ís.…

Nánar
25 feb'21

Black Marrow – Ísenski dansflokkurinn

Unglingadeildin fór í dag á sýninguna Black Marrow með Íslenska dansflokknum. Gaman var að upplifa annars konar sviðslist en venjulega, langt síðan síðast, skemmtileg tilbreyting

Nánar
19 feb'21

Krakkarnir í hverfinu

Föstudaginn 12. febrúar fengu nemendur í 1. og 2. bekk að sjá brúðuleikhúsið Krakkarnir í hverfinu. Krakkarnir í hverfinu er forvarnarfræðsla á vegum Blátt áfram samtakanna og fjallar um hvers kyns ofbeldi gagnvart börnum. Brúðuleikhúsið er af erlendri fyrirmynd og er sett upp með það fyrir augum að vekja börn á grunnskólaaldri til vitundar um ofbeldi. Verkefnið er hluti af…

Nánar
18 feb'21

Öskudagurinn – sígild skemmtun!

Þó sumt  væri með breyttu sniði þennan öskudag sem leið, þá var gleði og eftirvænting í fyrirrúmi hjá nemendum og starfsfólki. Gaman var að sjá allar útfærlsurnar af búningum og augljós sköpunargleði hjá nemendum og starfsfólki.

Nánar
11 feb'21

Tækni og vísindi

Áhuginn leynir sér ekki hjá nemendum 6. og 7. bekkjar sem eru að vinna með rafmagn, ljós og mótora.  Hér er verið að kanna ýmsar tengingar. Spennandi!

Nánar
03 feb'21

Námsmaraþon þreytt $)

Ýsa, Emsjé, Radíus… eru kannski ekki nöfn sem hljóma kunnuglega fyrir nemendur Klébergsskóla, en það nefndu sumir nemendur í 10. bekk sig á námsmaraþoninu sem þau þreyttu í sólarhring frá föstudegi til laugardags síðastliðinn. Starfsfólkið þarf víst að mæta þeim í ,,grimmilegri“ 😉 keppni í vor þegar keppt verður við útskriftarbekkinn í fótbolta og reiptogi,…

Nánar
15 jan'21

Handritin til barnanna

Nemendur miðstigs Klébergsskóla fengu áhugaverða heimsókn í gær, heimsókn frá fræðurum á vegum verkefnisins Handritin til barnanna. Árnastofnun gengst fyrir verkefninu í tilefni af því að í vor verða 50 ár liðin frá heimkomu handritanna, sum hver allt að 800 ára gömul og geyma lög og sögu Íslendinga . Fræðararnir voru þeir Snorri Másson BA í…

Nánar